Enski boltinn

Foden um Guar­diola: Hann er snillingur í þessu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Foden fagnar marki sínu með fyrirliðanum Kevin de Bruyne.
Phil Foden fagnar marki sínu með fyrirliðanum Kevin de Bruyne. Visionhaus/Getty

Phil Foden, miðjumaður Manchester City, sparaði ekki hrósið á stjóra sinn, Pep Guardiola, eftir sigur Manchester City á Chelsea í gær. City vann 3-1 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik.

City spilaði frábæran fótbolta í fyrri hálfleik en heimamenn í Chelsea voru heillum horfnir. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er City komið á siglingu og er nú fjórum stigum á eftir toppliðunum með einn leik til góða.

Foden hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri í byrjunarliði City að undanförnu og hann var í byrjunarliðinu í gær. Þakkaði hann traustið með einu marki en hann hrósaði leikaðferð Guardiola í stóru leikjunum.

„Hann er alltaf með góða taktík klára þegar við erum á leið í stóra leiki eins og þennan. Hann er snillingur í þessu og eins og þú gast séð þá spiluðum við virkilega vel,“ sagði Foden.

„Við stóðum hátt og breitt og spiluðum út í vængina. Það gerðum við virkilega vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust í búningsklefann og við viljum gjarnan keyra áfram og gera þetta oftar núna,“ bætti hann við.

Næsta verkefni City er á miðvikudagskvöldið er liðið mætir grönnum sínum í Manchester United í undanúrslitum enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×