Innlent

Jarð­skjálfti við Gjögur­tá fannst í Fjallabygð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar. Græna stjarnan táknar skjálftann norður af Grímsey í gær sem var 3,3 að stærð. Skjálftinn í morgun við Gjögurtá var talsvert nær landi.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar. Græna stjarnan táknar skjálftann norður af Grímsey í gær sem var 3,3 að stærð. Skjálftinn í morgun við Gjögurtá var talsvert nær landi.

Jarðskjálfti að stærð 2,8 varð um fjórtán kílómetra vestur af Gjögurtá. Tilkynningar hafa borist frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftinn hafi fundist, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í gærmorgun varð jarðskjálfti að stærð 3,3 47 kíló­metra norðaust­ur af Gríms­ey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×