Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 07:01 Börnin hafa fengið á bilinu fimm til tíu þúsund krónur greiddar fyrir myndirnar í gegn um öpp á borð við Aur. Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira