Ástæða innköllunarinnar er sögð vera sá möguleiki á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupedali verði þungur. Lausnin sé að uppfæra þurfi hugbúnaðinn. Til stendur að senda eigendum bílanna bréf eða hringja í þá og tilkynna um innköllunina.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir í tilkynningu frá Neytendastofu.