„Ég er djarfur að upplagi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2021 08:00 Valdimar Grímsson. Vísir/Vilhelm „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. Valdimar spilaði með landsliðinu frá 1984 til 2001. Haustið 1998 tók hann tilboði Wuppertal í Þýskalandi þar sem hann spilaði í tvö ár. Þrátt fyrir boð og ný tilboð, ákvað Valdimar að snúa aftur heim. „Mér bara leiddist,“ segir Valdimar og bætir við: Maður var vanur að vakna hálfsjö á morgnana, vinna allan daginn og æfa um tuttugu tíma á viku samhliða vinnu. Í atvinnumennskunni fólst vinnan í að æfa tuttugu til þrjátíu tíma á viku og ekkert annað. Ég kunni það ekki enda er íslenska uppeldið okkar þannig að við vinnum í tvöhundruð tíma og æfum með,“ segir Valdimar og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið kaup og rekstur Valdimars Grímssonar á fyrirtækinu Vogue fyrir heimilið ( Lystadún-Snæland). Mörg fjölskyldufyrirtæki Í dag heitir fyrirtækið Vogue fyrir heimilið og er staðsett í Síðumúla 30 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri. Þegar rýnt er í söguna á bakvið Vogue fyrir heimilið kemur í ljós að sagan samanstendur af mörgum rótgrónum íslenskum fjölskyldufyrirtækjum. Fyrsta fyrirtækið sem Valdimar keypti var Lystadún-Snæland. Lystadún Snæland á rætur sínar að rekja til tveggja rótgróinna fjölskyldufyrirtækja. Annars vegar fyrirtækinu Pétur Snæland sem stofnað var árið 1949. Í upphafi fólst starfsemi fyrirtækisins í útgerð á trukkum, jarðýtum, kranabílum og fleira. Fljótlega setti fyrirtækið hins vegar á laggirnar verksmiðju sem framleiddi vörur úr latexsvampi, þar á meðal rúmdýnur. Verksmiðjan var fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hins vegar var það fyrirtækið Lystadún sem stofnað var árið 1956 af Halldóri Jónssyni hf. Lystadún seldi svamp til húsgagnaframleiðenda og verslana og var lengi stærsti viðskiptavinur Péturs Snælands. Eftir inngöngu Íslands í EFTA 1970 dró úr innlendri framleiðslu fyrir húsgögn en innflutningur jókst. Til að bregðast við breytingum voru fyrirtækin sameinuð 1991 og úr varð Lystadún-Snæland ehf. Latex gúmmísvampi hellt í mótin við framleiðslu hjá Lystadúni um árið 1965. Valdimar kaupir Lystadún-Snæland árið 2002. Skömmu fyrir kaupin hafði Lystadún-Snæland keypt Marco rúmaverslun í Mörkinni og flutt starfsemi sína þangað. Við þennan gjörning var nafnið Lystadún-Marco tekið upp. Í júní árið 2002 kaupir Valdimar Vogue allt til sauma, sem þá var vefnaðarvöruverslun. Vogue allt til sauma var stofnað árið 1952 af hjónunum Hólmfríði Eyjólfsdóttur og Jóni Einarssyni. Jón var á þessum tíma þekktur athafnamaður í íslensku viðskiptalífi sem forstjóri KRON og Orku Tryggingar. Á þessum tíma voru vefnaðarvöruverslanir skilgreindar sem tískuvöruverslanir enda giltu þá innflutningshöft og tollar á fatnað voru háir. Ég var reyndar ekkert að einblína á þetta fyrirtæki sérstaklega. Fyrst og fremst var ég að leita að atvinnutækifærum. Ákvað að gera tilboð, var einnig að skoða ýmis önnur tækifæri þar á meðal hlut í kjötvinnslu Kaupfélags Borgnesinga. Ég var á leiðinni í þær viðræður þegar símtalið kom og mér var sagt að Lystadún-Snæland hefði tekið tilboðinu.“ Og fleiri fyrirtæki bættust við. Sólargluggatjöld keypti Valdimar 2005, Pílu-Gluggatjöld árið 2007, S. Ármann Magnússon 2011, Ljóra 2013, Rúmgott 2014 og Rekkjuna 2018. Flest, ef ekki öll þessi fyrirtæki eru upprunaleg fjölskyldufyrirtæki og mörg hver afar rótgróin þegar Valdimar kemur að borði. „Now or never“ „Áður en ég fór til Þýskalands starfaði ég sem verskmiðjustjóri hjá Frigg, síðar sem framkvæmdastjóri kjötvinnslu Árnesinga og loks sem framkvæmdastjóri Kaupás,“ segir Valdimar. Atvinnulífið var því markmið númer eitt en atvinnumennskan blundaði í honum. Þegar tilboðið kom frá Þýskalandi var þetta svona Now or never móment. Ég var orðinn 32 ára og vissi að ef ég myndi ekki skella mér á þetta tilboð myndi ég eflaust missa af því tækifæri að prófa atvinnumennskuna. Eftir að ég kom heim, réði ég mig sem framkvæmdastjóra Goða.“ Hjá Goða staldraði hann þó stutt við. „Það fór svo mikill tími í umræður. Að setjast niður með stjórn og ræða málin. Ég er hins vegar DO-er, vill framkvæma hlutina og ráðast í breytingar hratt. Þannig að þetta hentaði mér engan veginn,“ segir Valdimar. Eftir þetta fór Valdimar að spá og spekúlera og hugmyndin kviknaði um að kaupa sjálfur. „Ég fékk pabba með mér í þetta. Hann átti eignir og gat brúað bilið til að koma mér af stað. Ég keypti hann þó fljótlega út en pabbi vinnur hér enn. Sér um tolla og fleira,“ segir Valdimar. Feðgarnir Grímur Valdimarsson og Valdimar Grímsson. Valdimar fékk föður sinn til að brúa bilið þegar hann keypti fyrsta fyrirtækið árið 2002. Fljótlega keypti hann hlut föður síns en Grímur starfar enn hjá Vogue fyrir heimilið og sér þar um tolla og fleira.Vísir/Vilhelm Fjölskyldufyrirtæki „par excellence“ Valdimar viðurkennir að auðvitað hafi komið upp alls kyns vandamál í gegnum tíðina. Að leysa úr ófyrirséðum vandamálum er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að sameina fyrirtæki eða sinna rekstri í vexti. Valdimar segir að það að taka við fjölskyldufyrirtækjum sé líka ákveðin reynsla út af fyrir sig. Vogue var dæmi um fjölskyldufyrirtæki par excellence. Ég held að verslanirnar hafi verið um tuttugu þegar mest var og umsvifin nógu mikil til að vera með alla fjölskylduna í vinnu, börn og tengdabörn. Af fjórum systkinum hættu tvö strax en tvö héldu áfram hjá mér. Sú síðasta úr fjölskyldunni hætti reyndar bara núna fyrir áramót,“ segir Valdimar og bætir við að Halldór Snæland frá Lystadúni-Snæland starfi líka hjá honum enn. Þegar tollar voru felldir niður af húsgögnum og fatnaði, breyttist mikið hjá þessum fyrirtækjum eins og svo mörgum öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Neysluvenjur breyttust hratt og allt í einu þurftu rótgróin fyrirtæki að fara í gagngerða uppstokkun. Að ráðast í nauðsynlegar breytingar gekk þó misvel hjá mönnum. Þróunin varð því sú að sum fyrirtækin lögðu upp laupana á meðan önnur fyrirtæki leituðu nýrra tækifæra eða sameinuðust öðrum. En hefur þú þá alltaf verið vondi kallinn þegar þú tekur við? „Nei nei,“ segir Valdimar og hlær. „Í flestum tilfellum hefur staðan verið sú að þegar ég kem að borði er fólk orðið meðvitað um að það þarf breytingar og meira fjármagn. Ég hef því frekar verið ókunnugi karlinn sem réðist í breytingar.“ Lengi vel voru vefnaðarvöruverslanir eins og Vogue skilgreindar sem tískuvöruverslanir því tollar á fatnaði voru háir. Í dag nemur velta vefnaðarvörudeildar aðeins um 5% af veltu Vogue fyrir heimilið því margt breyttist í kjölfar nýrra tollalaga. Rótgróin fyrirtæki þurftu þá að ráðast í gagngera uppstokkun.Vísir/Vilhelm 70% reglan Valdimar segir það þó ólíkt að starfa í matvörugeiranum miðað við húsgögn. „Í matvörugeiranum er það þannig að ef þú gerir mistök, nærðu oftast að redda málum hratt og eiginlega fyrir hádegi þann daginn. Ef maður gerir mistök í húsgagnageiranum þá tekur það að þrjá mánuði að leiðrétta þau,“ segir Valdimar. Þannig segir hann innkaup og söluna svo ólíka í eðli sínu. Í húsgögnum er vörusalan hæg en skuldbindingar í stórum lager mikil. En ef þú vilt alltaf framkvæma hlutina strax, hefur þú þá aldrei gert mistök með fljótfærni í ákvarðanatökum? Jú jú það ég get alveg viðurkennt. Ég er djarfur að upplagi. En ef ég tek tíu ákvarðanir miða ég við að sjö þeirra séu góðar. Og þessi 70% regla hefur alltaf verið mér hliðholl.“ Bankahrunið, Covid og fleira Aðspurður um erfiðasta rekstrartímann segir Valdimar að hjá sér hafi það verið fyrstu tólf mánuðirnir í rekstrinum. Hann hafi fljótt áttað sig á að veltan var of lítil og húsnæðið of stórt miðað við umfang. „Og það er rosalega dýrt að vera að auglýsa en standa bara á núlli í rekstri. Þess vegna keypti ég Vogue.“ Í dag er vefnaðarvaran þó aðeins um 5-10% af veltunni og því mikið vatn runnið til sjávar frá árinu 2002. Bankahrunið breytti hins vegar rekstrarfyrirkomulaginu varanlega. Maður vissi ekki hvort það yrði hægt að bjarga fyrirtækinu. Ég ákvað að skipta því upp til öryggis og gerði Sólargluggatjöld aftur að sjálfstæðri einingu með Pílu-gluggatjöld innanborðs. Þannig gat ég reynt að bjarga að minnsta kosti öðru fyrirtækinu en þetta fór vel og þau björguðust bæði.“ Þetta þýðir að þegar Valdimar keypti Rekkjuna árið 2018, urðu eigendur Rekkjunnar að helmingshluthafa í Vogue. Valdimar á enn Sólargluggatjöld. Valdimar segir þó bankahrunið ekki hafa verið alslæmt því í kjölfarið fæddust einnig nýjar hugmyndir sem síðan urðu varanlegar. „Sem dæmi breytti ég alveg um stefnu í svefndeildinni með því að fara í vöruþróun og markaðsetja alíslensk heilsurúm í stað innfluttu amerísku rúmana. Þetta höfum við síðan verið með í stöðugri þróun og erum komin með 100% umhverfisvæn heilsurúm í dag.“ Að sögn Valdimars hefur Covid ekki bitnað illa á rekstrinum. Hann viðurkennir þó að hafa áhyggjur af tímanum sem framundan er. Ég held að dívan í hagkerfinu eigi eftir að koma. Því á þessu ári hefur svo mörgum verið hjálpað, til dæmis með hlutabótaleiðinni. En við höfum ekki efni á þessu endalaust og staðan mun breytast hjá mörgum þegar strípaðar atvinnuleysisbætur taka við.“ Valdimar segir Covid ekki hafa bitnað mikið á rekstrinum árið 2020 en hefur áhyggjur af árinu 2021 og 2022 sem hann telur að geti orðið mörgum atvinnurekendum erfiðari.Vísir/Vilhelm „Óalandi og óferjandi “ En hvað segir gamla handboltahetjan, var boltinn bara lagður á hilluna eftir að farið var í rekstur? „Já núna er ég bara einn af þessum tuðurum á bakvið tjöldin sem hafa skoðun á öllu,“ segir Valdimar og hlær. Valdimar verður hálf feiminn þegar blaðamaður spyr hvort hann sé enn þekkt andlit þegar hann fer út í búð. Eftir smá umhugsun segir hann: „Já já ég held það. Ég veit svo sem ekkert hvað fólk hugsar en Íslendingar mega eiga það að þeir muna alveg eftir sínum mönnum,“ segir hann en bætir við: „Það er kannski helst ef ég fer í afmæli til krakkanna að enginn veit hver ég er.“ En hefur þú aldrei prófað að spila með einhverjum „gamlingjum“ sem hittast einu sinni í viku eða svo? „Jú,“ segir Valdimar og skellir uppúr: „Ég er auðvitað búinn að prófa það en það bara gekk ekki.“ Hvers vegna ekki? „Við skulum bara orða það þannig að þótt maður sé ungur í anda þá lærir maður að líkaminn verður gamall,“ segir Valdimar og hlær. En nú hefur annað og nýtt áhugamál tekið við sem tekur mikinn tíma utan vinnu: Hestar. Þannig að er rútínan ekki bara enn sú sama? Tímafrekt áhugamál samhliða vinnu en nú eru það hestar en ekki handbolti? „Já ætli þetta sé ekki enn sama munstrið,“ segir Valdimar og verður smá hugsi. Hann segir þó hestamennskuna aðallega skuldbindandi í bænum. Í sveitinni sé þetta öðruvísi og frjálsara en frá árinu 2015 hefur hann verið með hesta á jörð sem hann keypti í Biskupstungum. En já ég held bara að ég þrífist ekki nema ég hafi nóg að gera. Ég er orkumikill og verð að fá útrás einhverstaðar. Annars verð ég óalandi og óferjandi! Gamla myndin Mörg störf glötuðust þegar framleiðsla fyrir húsgagnaiðnaðinn dróst saman í kjölfar nýrra tollalaga. En ný störf hafa orðið til. Myndin er úr verksmiðju Lystadúns í kringum 1965. Helgarviðtal Atvinnulífsins Handbolti Verslun Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Valdimar spilaði með landsliðinu frá 1984 til 2001. Haustið 1998 tók hann tilboði Wuppertal í Þýskalandi þar sem hann spilaði í tvö ár. Þrátt fyrir boð og ný tilboð, ákvað Valdimar að snúa aftur heim. „Mér bara leiddist,“ segir Valdimar og bætir við: Maður var vanur að vakna hálfsjö á morgnana, vinna allan daginn og æfa um tuttugu tíma á viku samhliða vinnu. Í atvinnumennskunni fólst vinnan í að æfa tuttugu til þrjátíu tíma á viku og ekkert annað. Ég kunni það ekki enda er íslenska uppeldið okkar þannig að við vinnum í tvöhundruð tíma og æfum með,“ segir Valdimar og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið kaup og rekstur Valdimars Grímssonar á fyrirtækinu Vogue fyrir heimilið ( Lystadún-Snæland). Mörg fjölskyldufyrirtæki Í dag heitir fyrirtækið Vogue fyrir heimilið og er staðsett í Síðumúla 30 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri. Þegar rýnt er í söguna á bakvið Vogue fyrir heimilið kemur í ljós að sagan samanstendur af mörgum rótgrónum íslenskum fjölskyldufyrirtækjum. Fyrsta fyrirtækið sem Valdimar keypti var Lystadún-Snæland. Lystadún Snæland á rætur sínar að rekja til tveggja rótgróinna fjölskyldufyrirtækja. Annars vegar fyrirtækinu Pétur Snæland sem stofnað var árið 1949. Í upphafi fólst starfsemi fyrirtækisins í útgerð á trukkum, jarðýtum, kranabílum og fleira. Fljótlega setti fyrirtækið hins vegar á laggirnar verksmiðju sem framleiddi vörur úr latexsvampi, þar á meðal rúmdýnur. Verksmiðjan var fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hins vegar var það fyrirtækið Lystadún sem stofnað var árið 1956 af Halldóri Jónssyni hf. Lystadún seldi svamp til húsgagnaframleiðenda og verslana og var lengi stærsti viðskiptavinur Péturs Snælands. Eftir inngöngu Íslands í EFTA 1970 dró úr innlendri framleiðslu fyrir húsgögn en innflutningur jókst. Til að bregðast við breytingum voru fyrirtækin sameinuð 1991 og úr varð Lystadún-Snæland ehf. Latex gúmmísvampi hellt í mótin við framleiðslu hjá Lystadúni um árið 1965. Valdimar kaupir Lystadún-Snæland árið 2002. Skömmu fyrir kaupin hafði Lystadún-Snæland keypt Marco rúmaverslun í Mörkinni og flutt starfsemi sína þangað. Við þennan gjörning var nafnið Lystadún-Marco tekið upp. Í júní árið 2002 kaupir Valdimar Vogue allt til sauma, sem þá var vefnaðarvöruverslun. Vogue allt til sauma var stofnað árið 1952 af hjónunum Hólmfríði Eyjólfsdóttur og Jóni Einarssyni. Jón var á þessum tíma þekktur athafnamaður í íslensku viðskiptalífi sem forstjóri KRON og Orku Tryggingar. Á þessum tíma voru vefnaðarvöruverslanir skilgreindar sem tískuvöruverslanir enda giltu þá innflutningshöft og tollar á fatnað voru háir. Ég var reyndar ekkert að einblína á þetta fyrirtæki sérstaklega. Fyrst og fremst var ég að leita að atvinnutækifærum. Ákvað að gera tilboð, var einnig að skoða ýmis önnur tækifæri þar á meðal hlut í kjötvinnslu Kaupfélags Borgnesinga. Ég var á leiðinni í þær viðræður þegar símtalið kom og mér var sagt að Lystadún-Snæland hefði tekið tilboðinu.“ Og fleiri fyrirtæki bættust við. Sólargluggatjöld keypti Valdimar 2005, Pílu-Gluggatjöld árið 2007, S. Ármann Magnússon 2011, Ljóra 2013, Rúmgott 2014 og Rekkjuna 2018. Flest, ef ekki öll þessi fyrirtæki eru upprunaleg fjölskyldufyrirtæki og mörg hver afar rótgróin þegar Valdimar kemur að borði. „Now or never“ „Áður en ég fór til Þýskalands starfaði ég sem verskmiðjustjóri hjá Frigg, síðar sem framkvæmdastjóri kjötvinnslu Árnesinga og loks sem framkvæmdastjóri Kaupás,“ segir Valdimar. Atvinnulífið var því markmið númer eitt en atvinnumennskan blundaði í honum. Þegar tilboðið kom frá Þýskalandi var þetta svona Now or never móment. Ég var orðinn 32 ára og vissi að ef ég myndi ekki skella mér á þetta tilboð myndi ég eflaust missa af því tækifæri að prófa atvinnumennskuna. Eftir að ég kom heim, réði ég mig sem framkvæmdastjóra Goða.“ Hjá Goða staldraði hann þó stutt við. „Það fór svo mikill tími í umræður. Að setjast niður með stjórn og ræða málin. Ég er hins vegar DO-er, vill framkvæma hlutina og ráðast í breytingar hratt. Þannig að þetta hentaði mér engan veginn,“ segir Valdimar. Eftir þetta fór Valdimar að spá og spekúlera og hugmyndin kviknaði um að kaupa sjálfur. „Ég fékk pabba með mér í þetta. Hann átti eignir og gat brúað bilið til að koma mér af stað. Ég keypti hann þó fljótlega út en pabbi vinnur hér enn. Sér um tolla og fleira,“ segir Valdimar. Feðgarnir Grímur Valdimarsson og Valdimar Grímsson. Valdimar fékk föður sinn til að brúa bilið þegar hann keypti fyrsta fyrirtækið árið 2002. Fljótlega keypti hann hlut föður síns en Grímur starfar enn hjá Vogue fyrir heimilið og sér þar um tolla og fleira.Vísir/Vilhelm Fjölskyldufyrirtæki „par excellence“ Valdimar viðurkennir að auðvitað hafi komið upp alls kyns vandamál í gegnum tíðina. Að leysa úr ófyrirséðum vandamálum er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að sameina fyrirtæki eða sinna rekstri í vexti. Valdimar segir að það að taka við fjölskyldufyrirtækjum sé líka ákveðin reynsla út af fyrir sig. Vogue var dæmi um fjölskyldufyrirtæki par excellence. Ég held að verslanirnar hafi verið um tuttugu þegar mest var og umsvifin nógu mikil til að vera með alla fjölskylduna í vinnu, börn og tengdabörn. Af fjórum systkinum hættu tvö strax en tvö héldu áfram hjá mér. Sú síðasta úr fjölskyldunni hætti reyndar bara núna fyrir áramót,“ segir Valdimar og bætir við að Halldór Snæland frá Lystadúni-Snæland starfi líka hjá honum enn. Þegar tollar voru felldir niður af húsgögnum og fatnaði, breyttist mikið hjá þessum fyrirtækjum eins og svo mörgum öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Neysluvenjur breyttust hratt og allt í einu þurftu rótgróin fyrirtæki að fara í gagngerða uppstokkun. Að ráðast í nauðsynlegar breytingar gekk þó misvel hjá mönnum. Þróunin varð því sú að sum fyrirtækin lögðu upp laupana á meðan önnur fyrirtæki leituðu nýrra tækifæra eða sameinuðust öðrum. En hefur þú þá alltaf verið vondi kallinn þegar þú tekur við? „Nei nei,“ segir Valdimar og hlær. „Í flestum tilfellum hefur staðan verið sú að þegar ég kem að borði er fólk orðið meðvitað um að það þarf breytingar og meira fjármagn. Ég hef því frekar verið ókunnugi karlinn sem réðist í breytingar.“ Lengi vel voru vefnaðarvöruverslanir eins og Vogue skilgreindar sem tískuvöruverslanir því tollar á fatnaði voru háir. Í dag nemur velta vefnaðarvörudeildar aðeins um 5% af veltu Vogue fyrir heimilið því margt breyttist í kjölfar nýrra tollalaga. Rótgróin fyrirtæki þurftu þá að ráðast í gagngera uppstokkun.Vísir/Vilhelm 70% reglan Valdimar segir það þó ólíkt að starfa í matvörugeiranum miðað við húsgögn. „Í matvörugeiranum er það þannig að ef þú gerir mistök, nærðu oftast að redda málum hratt og eiginlega fyrir hádegi þann daginn. Ef maður gerir mistök í húsgagnageiranum þá tekur það að þrjá mánuði að leiðrétta þau,“ segir Valdimar. Þannig segir hann innkaup og söluna svo ólíka í eðli sínu. Í húsgögnum er vörusalan hæg en skuldbindingar í stórum lager mikil. En ef þú vilt alltaf framkvæma hlutina strax, hefur þú þá aldrei gert mistök með fljótfærni í ákvarðanatökum? Jú jú það ég get alveg viðurkennt. Ég er djarfur að upplagi. En ef ég tek tíu ákvarðanir miða ég við að sjö þeirra séu góðar. Og þessi 70% regla hefur alltaf verið mér hliðholl.“ Bankahrunið, Covid og fleira Aðspurður um erfiðasta rekstrartímann segir Valdimar að hjá sér hafi það verið fyrstu tólf mánuðirnir í rekstrinum. Hann hafi fljótt áttað sig á að veltan var of lítil og húsnæðið of stórt miðað við umfang. „Og það er rosalega dýrt að vera að auglýsa en standa bara á núlli í rekstri. Þess vegna keypti ég Vogue.“ Í dag er vefnaðarvaran þó aðeins um 5-10% af veltunni og því mikið vatn runnið til sjávar frá árinu 2002. Bankahrunið breytti hins vegar rekstrarfyrirkomulaginu varanlega. Maður vissi ekki hvort það yrði hægt að bjarga fyrirtækinu. Ég ákvað að skipta því upp til öryggis og gerði Sólargluggatjöld aftur að sjálfstæðri einingu með Pílu-gluggatjöld innanborðs. Þannig gat ég reynt að bjarga að minnsta kosti öðru fyrirtækinu en þetta fór vel og þau björguðust bæði.“ Þetta þýðir að þegar Valdimar keypti Rekkjuna árið 2018, urðu eigendur Rekkjunnar að helmingshluthafa í Vogue. Valdimar á enn Sólargluggatjöld. Valdimar segir þó bankahrunið ekki hafa verið alslæmt því í kjölfarið fæddust einnig nýjar hugmyndir sem síðan urðu varanlegar. „Sem dæmi breytti ég alveg um stefnu í svefndeildinni með því að fara í vöruþróun og markaðsetja alíslensk heilsurúm í stað innfluttu amerísku rúmana. Þetta höfum við síðan verið með í stöðugri þróun og erum komin með 100% umhverfisvæn heilsurúm í dag.“ Að sögn Valdimars hefur Covid ekki bitnað illa á rekstrinum. Hann viðurkennir þó að hafa áhyggjur af tímanum sem framundan er. Ég held að dívan í hagkerfinu eigi eftir að koma. Því á þessu ári hefur svo mörgum verið hjálpað, til dæmis með hlutabótaleiðinni. En við höfum ekki efni á þessu endalaust og staðan mun breytast hjá mörgum þegar strípaðar atvinnuleysisbætur taka við.“ Valdimar segir Covid ekki hafa bitnað mikið á rekstrinum árið 2020 en hefur áhyggjur af árinu 2021 og 2022 sem hann telur að geti orðið mörgum atvinnurekendum erfiðari.Vísir/Vilhelm „Óalandi og óferjandi “ En hvað segir gamla handboltahetjan, var boltinn bara lagður á hilluna eftir að farið var í rekstur? „Já núna er ég bara einn af þessum tuðurum á bakvið tjöldin sem hafa skoðun á öllu,“ segir Valdimar og hlær. Valdimar verður hálf feiminn þegar blaðamaður spyr hvort hann sé enn þekkt andlit þegar hann fer út í búð. Eftir smá umhugsun segir hann: „Já já ég held það. Ég veit svo sem ekkert hvað fólk hugsar en Íslendingar mega eiga það að þeir muna alveg eftir sínum mönnum,“ segir hann en bætir við: „Það er kannski helst ef ég fer í afmæli til krakkanna að enginn veit hver ég er.“ En hefur þú aldrei prófað að spila með einhverjum „gamlingjum“ sem hittast einu sinni í viku eða svo? „Jú,“ segir Valdimar og skellir uppúr: „Ég er auðvitað búinn að prófa það en það bara gekk ekki.“ Hvers vegna ekki? „Við skulum bara orða það þannig að þótt maður sé ungur í anda þá lærir maður að líkaminn verður gamall,“ segir Valdimar og hlær. En nú hefur annað og nýtt áhugamál tekið við sem tekur mikinn tíma utan vinnu: Hestar. Þannig að er rútínan ekki bara enn sú sama? Tímafrekt áhugamál samhliða vinnu en nú eru það hestar en ekki handbolti? „Já ætli þetta sé ekki enn sama munstrið,“ segir Valdimar og verður smá hugsi. Hann segir þó hestamennskuna aðallega skuldbindandi í bænum. Í sveitinni sé þetta öðruvísi og frjálsara en frá árinu 2015 hefur hann verið með hesta á jörð sem hann keypti í Biskupstungum. En já ég held bara að ég þrífist ekki nema ég hafi nóg að gera. Ég er orkumikill og verð að fá útrás einhverstaðar. Annars verð ég óalandi og óferjandi! Gamla myndin Mörg störf glötuðust þegar framleiðsla fyrir húsgagnaiðnaðinn dróst saman í kjölfar nýrra tollalaga. En ný störf hafa orðið til. Myndin er úr verksmiðju Lystadúns í kringum 1965.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Handbolti Verslun Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01
„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01