Ósáttur með að krár þurfi áfram að hafa lokað: „Munurinn er þessi eina kleina!“ Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2021 14:20 Arnar Þór Gíslason er allt annað en ánægður með nýjar sóttvarnareglur sem kynntar voru í dag og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Samsett „Okkur finnst verulega að okkur vegið og mikil mismunun í gangi,“ segir kráaeigandinn Arnar Þór Gíslason um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem kynntar voru í hádeginu. Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum stjórnvalda verður skemmtistöðum og krám áfram gert að hafa lokað líkt og verið hefur síðan 4. október síðastliðinn. Veitingastöðum verður hins vegar heimilt að hafa opið til klukkan 22 og hækkar hámarksfjöldi gesta úr fimmtán í tuttugu. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til klukkan 21 og að selja mat úr húsi til klukkan 23 og þá skuli gætt að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Munurinn er kleinan Arnar Þór, sem rekur meðal annars Irishman Pub, Kalda bar, Enska barinn og Danska barinn, segist hafa haldið að stjórnvöld myndu nú leyfa krám að opna með sömu skilyrðum og veitingastaðir og kaffihús. „Þú getur farið inn á kaffihús. Það er kannski seld ein kleina þarna, ásamt áfengi. Munurinn er þessi kleina. Það er bara svoleiðis.“ Hann segist hafa gert sér vonir um að krám yrði heimilt að opna eftir að hafa sótt fund með fulltrúum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðuneytisins um miðjan desember. „Við útskýrðum fyrir þeim það sem við töldum þau ekki hafa fattað – að bar með sömu takmörkunum og sóttvörnum og veitingastaðir, er í raun alveg eins og veitingastaður. Fimmtán manns, tveggja metra regla og grímuskylda þar til að þú sest við borðið. Þetta er nákvæmlega það sama, nema einum staðnum er borinn fram matur á borðum og áfengir drykkir, en á hinum bara áfengir drykkir. Engir gestir inn eftir klukkað níu, opið til tíu og bara búið. Þau virtust á fundinum, að okkar mati, fatta það. En nú gerist ekki neitt. Okkur finnst verulega að okkur vegið og mikil mismunun í gangi,“ segir Arnar Þór. Hann segist nú horfa yfir götuna á veitingastaðinn sem fær að hafa opið. „Þar á að fjölga úr fimmtán í tuttugu. Það verður þá pakkað á veitingastöðum en það má ekki einu sinni vera með opið á útisvæðinu á börum.“ Ekkert að frétta af tekjufallsstyrkjum Arnar Þór segir að ástandið hjá þeim nú verða ennþá verra. „Eins og fyrir starfsfólk sem er ekki búið að fá að vinna í marga mánuði. Við skiljum ekki að þau fatti ekki að þetta er nákvæmlega sama kategórían. Það er ekki munur að sitja við borð á bar og fá einn bjór, og svo að sitja á veitingastað við hliðina, sitja við borð og panta einn bjór. Maður þarf ekki einu sinni að panta matinn á veitingastaðnum. Ef áfengi er svona hræðilegt, af hverju er þá ekki bannað að selja áfengi inni á veitingastöðunum?“ Aðspurður um fjárhagslegu hliðina á þessu öllu saman segir Arnar Þór stöðuna vera ömurlega. „Ég veit eins og veitingastaðina sem eru opnir, þá er ekki komið af stað umsóknarferli fyrir tekjufallsstyrkina. Hvað eru, tíu mánuðir síðan, að allt fór í köku hérna hjá okkur? Við erum basically, eins og með Lebowski Bar sem er enn opin… Ég er að halda uppi launakostnaði og er ekki búinn að fá neina tekjufallsstyrki. Ég er kannski með 60 til 70 prósent tekjufall. Við erum að taka saman síðasta ár, og sé það borið saman við árið áður, þá er þetta 70 prósent niður. Þeir eru enn að gefa sig gríðarlegan tíma í tekjufallsstyrkina. Leigur, gjöld og laun hækka hins vegar á sama tíma.“ Lokað hefur verið á English Pub síðan 4. október.Vísir/Kolbeinn Tumi Sérðu fram á að loka einhverjum stöðum? „Ég reyni að þrauka eins lengi og mögulegt er. Búinn að leggja það mikið undir að maður gefst ekkert upp auðvaldlega. Maður veit að þessir tekjufallsstyrkir eru bara djók. Það eru mörg þúsund fyrirtæki sem eiga eftir að sækja um þá og það á eftir að taka gríðarlega langan tíma fyrir ríkið að vinna úr því. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að það taki tíma þegar ríkið þarf að borga. Þeir kunna hins vegar að senda út reikninga. Þeir eru góðir í því,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33 Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33 Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. 15. desember 2020 10:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum stjórnvalda verður skemmtistöðum og krám áfram gert að hafa lokað líkt og verið hefur síðan 4. október síðastliðinn. Veitingastöðum verður hins vegar heimilt að hafa opið til klukkan 22 og hækkar hámarksfjöldi gesta úr fimmtán í tuttugu. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til klukkan 21 og að selja mat úr húsi til klukkan 23 og þá skuli gætt að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Munurinn er kleinan Arnar Þór, sem rekur meðal annars Irishman Pub, Kalda bar, Enska barinn og Danska barinn, segist hafa haldið að stjórnvöld myndu nú leyfa krám að opna með sömu skilyrðum og veitingastaðir og kaffihús. „Þú getur farið inn á kaffihús. Það er kannski seld ein kleina þarna, ásamt áfengi. Munurinn er þessi kleina. Það er bara svoleiðis.“ Hann segist hafa gert sér vonir um að krám yrði heimilt að opna eftir að hafa sótt fund með fulltrúum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðuneytisins um miðjan desember. „Við útskýrðum fyrir þeim það sem við töldum þau ekki hafa fattað – að bar með sömu takmörkunum og sóttvörnum og veitingastaðir, er í raun alveg eins og veitingastaður. Fimmtán manns, tveggja metra regla og grímuskylda þar til að þú sest við borðið. Þetta er nákvæmlega það sama, nema einum staðnum er borinn fram matur á borðum og áfengir drykkir, en á hinum bara áfengir drykkir. Engir gestir inn eftir klukkað níu, opið til tíu og bara búið. Þau virtust á fundinum, að okkar mati, fatta það. En nú gerist ekki neitt. Okkur finnst verulega að okkur vegið og mikil mismunun í gangi,“ segir Arnar Þór. Hann segist nú horfa yfir götuna á veitingastaðinn sem fær að hafa opið. „Þar á að fjölga úr fimmtán í tuttugu. Það verður þá pakkað á veitingastöðum en það má ekki einu sinni vera með opið á útisvæðinu á börum.“ Ekkert að frétta af tekjufallsstyrkjum Arnar Þór segir að ástandið hjá þeim nú verða ennþá verra. „Eins og fyrir starfsfólk sem er ekki búið að fá að vinna í marga mánuði. Við skiljum ekki að þau fatti ekki að þetta er nákvæmlega sama kategórían. Það er ekki munur að sitja við borð á bar og fá einn bjór, og svo að sitja á veitingastað við hliðina, sitja við borð og panta einn bjór. Maður þarf ekki einu sinni að panta matinn á veitingastaðnum. Ef áfengi er svona hræðilegt, af hverju er þá ekki bannað að selja áfengi inni á veitingastöðunum?“ Aðspurður um fjárhagslegu hliðina á þessu öllu saman segir Arnar Þór stöðuna vera ömurlega. „Ég veit eins og veitingastaðina sem eru opnir, þá er ekki komið af stað umsóknarferli fyrir tekjufallsstyrkina. Hvað eru, tíu mánuðir síðan, að allt fór í köku hérna hjá okkur? Við erum basically, eins og með Lebowski Bar sem er enn opin… Ég er að halda uppi launakostnaði og er ekki búinn að fá neina tekjufallsstyrki. Ég er kannski með 60 til 70 prósent tekjufall. Við erum að taka saman síðasta ár, og sé það borið saman við árið áður, þá er þetta 70 prósent niður. Þeir eru enn að gefa sig gríðarlegan tíma í tekjufallsstyrkina. Leigur, gjöld og laun hækka hins vegar á sama tíma.“ Lokað hefur verið á English Pub síðan 4. október.Vísir/Kolbeinn Tumi Sérðu fram á að loka einhverjum stöðum? „Ég reyni að þrauka eins lengi og mögulegt er. Búinn að leggja það mikið undir að maður gefst ekkert upp auðvaldlega. Maður veit að þessir tekjufallsstyrkir eru bara djók. Það eru mörg þúsund fyrirtæki sem eiga eftir að sækja um þá og það á eftir að taka gríðarlega langan tíma fyrir ríkið að vinna úr því. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að það taki tíma þegar ríkið þarf að borga. Þeir kunna hins vegar að senda út reikninga. Þeir eru góðir í því,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33 Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33 Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. 15. desember 2020 10:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33
Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. 9. desember 2020 17:33
Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. 15. desember 2020 10:01