Rafael Leao skoraði fyrsta markið á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá Brahim Diaz. Franck Kessié tvöfaldaði síðan forskot Milan á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Engin fleiri mörk voru skoruð en það bar hæst í seinni hálfleik að Zlatan Ibrahimovic sneri aftur á völlinn á 85. mínútu eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í um tvo mánuði.