Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 19:01 Herdís Anna Þorvaldsdóttir telur að ef kerfið hefði verið í lagi hefði árásin ekki þurft að eiga sér stað. Vísir/Einar Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. Dóminn hlaut Þorlákur Fannar Albertsson fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní en hin á félaga hans þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Árásin á leigusala hans var á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur þegar en árásin var gerð. Þá birtist hann í íbúð Herdísar Önnu af tilefnislausu vopnaður stórum hníf og sagðist ætla að drepa hana. Herdís hlaut ellefu stungusár í árásinni en í dómnum kemur fram að ákærði hafi reynt að að stinga hana ítrekað í höfuðið, háls og efri hluta líkama en henni tókst að sveigja sig undan hnífslaginu og bera hendur og fætur fyrir sig. Í dómnum kemur fram að frá árinu 2004 hefur maðurinn hlotið sjö refsidóma fyrir umferðar-og fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot, tollalagabrot, umsboðssvik, hótun og líkamsárás. Þá var áréttað að hann væri sviptur ökuréttindum ævilangt. Herdís Anna segir að þrátt fyrir dóminn í dag sé mörgum spurningum ennþá ósvarað. „Maðurinn hafði nokkrum mánuðum áður ráðist á félaga sinn og svipt hann frelsi og það er lögregla sem kemur að því. Ég er hissa á að hann hafi ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna þess máls,“ segir Herdís. Kerfið brást „Þetta þurfti ekki að eiga sér stað, þ.e. maðurinn var búinn að brjóta svo mikið af sér. Hann var orðinn svo hættulegur. Manni finnst að einhversstaðar í kerfinu hafi einhver átt að átta sig á því að maðurinn var stórhættulegur umhverfi sínu og sjálfum sér. Ég skil ekki að það hafi ekki verið til úrræði eða að úrræðum hafi ekki verið beitt til að hjálpa bæði honum, sem var á hræðilegri vegferð og mér og öðrum almennum borgurum,“ segir Herdís. Hún telur að einhver hefði átt að láta sig vita af því að maðurinn var síbrotamaður. „Ertu ekki einhvern tíma búinn að fyrirgera þeim rétti að fólkið í kringum þig sé þá ekki varað við,“ veltir Herdís fyrir sér. Herdís segir að það hafi bjargað lífi sínu að hún sé vel á sig komin og hafi því tekist að verjast. Hún hefur ekki náð sér að fullu en ætlar ekki að láta deigan síga. „Svona árás er gríðarlegt inngrip í líf manns en ég ætla ekki að láta þetta ráða lífi mínu. Mig langar að þessi reynsla mín verði til þess að við grípum fólk í samfélaginu áður en það veldur sér og öðrum stórtjóni. Ég ætla að berjast fyrir því. Þá vona ég að ég geti hjálpað þeim sem hafa lent í sambærilegum hlutum til að ná lífi sínu aftur á strik,“ segir Herdís að lokum. Lögreglumál Dómsmál Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00 Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Dóminn hlaut Þorlákur Fannar Albertsson fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní en hin á félaga hans þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Árásin á leigusala hans var á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur þegar en árásin var gerð. Þá birtist hann í íbúð Herdísar Önnu af tilefnislausu vopnaður stórum hníf og sagðist ætla að drepa hana. Herdís hlaut ellefu stungusár í árásinni en í dómnum kemur fram að ákærði hafi reynt að að stinga hana ítrekað í höfuðið, háls og efri hluta líkama en henni tókst að sveigja sig undan hnífslaginu og bera hendur og fætur fyrir sig. Í dómnum kemur fram að frá árinu 2004 hefur maðurinn hlotið sjö refsidóma fyrir umferðar-og fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot, tollalagabrot, umsboðssvik, hótun og líkamsárás. Þá var áréttað að hann væri sviptur ökuréttindum ævilangt. Herdís Anna segir að þrátt fyrir dóminn í dag sé mörgum spurningum ennþá ósvarað. „Maðurinn hafði nokkrum mánuðum áður ráðist á félaga sinn og svipt hann frelsi og það er lögregla sem kemur að því. Ég er hissa á að hann hafi ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna þess máls,“ segir Herdís. Kerfið brást „Þetta þurfti ekki að eiga sér stað, þ.e. maðurinn var búinn að brjóta svo mikið af sér. Hann var orðinn svo hættulegur. Manni finnst að einhversstaðar í kerfinu hafi einhver átt að átta sig á því að maðurinn var stórhættulegur umhverfi sínu og sjálfum sér. Ég skil ekki að það hafi ekki verið til úrræði eða að úrræðum hafi ekki verið beitt til að hjálpa bæði honum, sem var á hræðilegri vegferð og mér og öðrum almennum borgurum,“ segir Herdís. Hún telur að einhver hefði átt að láta sig vita af því að maðurinn var síbrotamaður. „Ertu ekki einhvern tíma búinn að fyrirgera þeim rétti að fólkið í kringum þig sé þá ekki varað við,“ veltir Herdís fyrir sér. Herdís segir að það hafi bjargað lífi sínu að hún sé vel á sig komin og hafi því tekist að verjast. Hún hefur ekki náð sér að fullu en ætlar ekki að láta deigan síga. „Svona árás er gríðarlegt inngrip í líf manns en ég ætla ekki að láta þetta ráða lífi mínu. Mig langar að þessi reynsla mín verði til þess að við grípum fólk í samfélaginu áður en það veldur sér og öðrum stórtjóni. Ég ætla að berjast fyrir því. Þá vona ég að ég geti hjálpað þeim sem hafa lent í sambærilegum hlutum til að ná lífi sínu aftur á strik,“ segir Herdís að lokum.
Lögreglumál Dómsmál Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00 Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26
Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37
Lýsti því eins og í dýralífsþætti þegar hún horfði í augun á árásarmanninum Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. 27. nóvember 2020 07:00
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30