Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun í Neskaupsstað eftir að lausamunir fóru á flug og á Siglufirði vegna báts sem losnaði frá bryggju og rak upp í fjöru. Á Seyðisfirði er ekki eins hvasst og óttast var en þar er átta stiga frost og vætulaust.
Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekkert ferðaveður verði á þessum slóðum í dag.
„Það er mjög slæmt veður á þessum slóðum. Það er verst þarna á norðaustursvæðinu, á Mývatnssvæðinu og austur á Fljótsdal. Þar er vont veður á mjög stóru svæði,“ segir Páll.
Hann segir að veðrið fari að ganga niður í kvöld og verði orðið með eðlilegra móti í nótt.