Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 12:47 Mary Miller, þingmaður Repúblikanaflokksins. Getty/Tom Williams Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. „Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu. Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
„Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu.
Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira