Hætta við að halda risamót á velli Trumps Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:55 Donald Trump er mikill golfáhugamaður og á velli víða um heim. Getty/Tasos Katopodis Samtök atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, PGA of America, hafa ákveðið að hætta við að halda PGA meistaramótið á næsta ári á golfvelli í eigu Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Er það vegna atburðanna í síðustu viku þegar stuðningsmenn Trumps réðust inn í bandaríska þinghúsið. „Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna. Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
„Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna.
Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti