Sýndu slímuga krakkaútgáfu af einum NFL-leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 16:00 Snertimörkin í leik Saints og Bears voru svolítið slímug á Nickelodeon stöðinni í gær. Twitter/@Saints NFL-deildin er greinilega að reyna að fá börnin í Bandaríkjunum til að hafa meiri áhuga á ameríska fótboltanum ef marka má mjög sérstaka útsendingu í gær. Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021 NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira