2021 og hraðari orkuskipti Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2021 07:30 Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Umhverfismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar