Kínversk yfirvöld hafa sent björgunarlið að námunni, en alls eru 22 námumenn fastir í , að því er fram kemur í frétt DW.
Sprengingin varð síðdegis á sunnudaginn í námunni sem er að finna nærri Qixia. Inngangurinn í námuna féll saman auk þess að fjarskiptakerfi námunnar eyðilagðist.
Náman er í eigu Shandong Wucailong Investment Co Ltd sem er í eigu Zhaojin Mining, fjórða stærsta gullnámufélags landsins.
Námuslys eru tiltölulega algeng í Kína þar sem öryggisreglum er ekki alltaf framfylgt sem skyldi.