Jayapal er annar þingmaðurinn sem staðfestir að hafa greinst með Covid-19 eftir árásina. Áður hafði Demókratinn Bonnie Watson Coleman, þingmaður frá New Jersey í fulltrúadeildinni, greint frá því að hafa smitast í sömu aðstæðum.
Á Twitter lýsir hún aðstæðunum í herberginu þangað sem hún og fleiri voru flutt á meðan á árásinni stóð. „Þar sem fjöldi Repúblikana grimmilega neituðu að bera grímu og af tillitsleysi hæddust að samstarfsmönnum og starfsmönnum sem buðu þeim slíka.“
Læknir sem starfar í bandaríska þinghúsinu varaði við því á sunnudaginn að margir þingmanna kunni að hafa verið útsettir fyrir smiti þegar þeir voru fluttir í skjól á meðan á árásinni stóð.
Jayapal segir að allir þeir þingmenn sem hafi neitað að bera grímu og þannig stofnað lífi annarra í hættu eigi að vera dregnir til ábyrgðar vegna eigingirni sinnar og fávitaháttar.
Demókratinn Pramila Jayapal er þingmaður Washington-ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Only hours after Trump incited a deadly assault on our Capitol, many Republicans still refused to take the bare minimum COVID-19 precaution and simply wear a damn mask in a crowded room during a pandemic creating a superspreader event ON TOP of a domestic terrorist attack.
— Rep. Pramila Jayapal (@RepJayapal) January 12, 2021