Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 11:50 Sýni hafa verið tekin úr öllum sjúklingum hjartadeildar og sýnatöku frá starfsmönnum lýkur um hádegi og hafa þau öll verið neikvæð hingað til. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi á Landspítalanum eftir að sjúklingur sem var verið að útskrifa í heimahjúkrun af hjartadeildinni greindist jákvæður gagnvart kórónuveirunni. Hann hafði þá verið á deildinni frá því í desember en fór í tvöfalda skimun áður en hann var fluttur heim eins og reglur gera ráð fyrir. Víðtæk skimun á starfsmönnum og þrjátíu og tveimur sjúklingum á hjartadeild hófst í gærdag og stóð fram á kvöld. Hingaðtil hefur skimunin ekki leitt til jákvæðrar greiningar hvorki á starfsmönnum né sjúklingum að sögn Davíðs Ottós Arnar yfirlæknis hjartadeildar. Neikvæðar niðurstöður eru komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima samkvæmt tilkynningu sem barst frá spítalanum rétt fyrir hádegi. Davíð Ottó Arnar yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segir alla aðstöðu betri þar en á Landakoti þar sem kórónuveiran náði að dreifa sér í október.aðsend „Hins vegar brugðumst við strax við þessu. Við í raun lokuðum hjartadeildinni á þann hátt að við tökum enga nýja sjúklinga. Deildin er í sóttkví. Ástandið nákvæmlega núna er tiltölulega stapilt. Það er enginn veikur á deildinni. Það er búið að taka sýni af öllum sjúklingum. Það er neikvætt (ekki með veiruna). Það er verið að vinna í að taka sýni af starfsfólki. Enn sem komið eru engin jákvæð sýni þar,“ segir Davíð Ottó. Búið sé að ná sýnum frá langflestum starfsmönnum og fá niðurstöður frá um þriðjungi þeirra. Sýnataka hafi svo hafist aftur í morgun og ljúki fyrir fyrir hádegi. Niðurstöður flestra ættu að liggja fyrir um eða eftir hádegi. Þeir starfsmenn sem sinni sjúklingum á hjartadeildinni hafi allir greinst neikvæðir og séu auk þess vel gallaðir upp og ítrustu sóttvarna gætt. Hjartadeildin á Landspítalanum er í sóttkví en nýjum hjartasjúklingum er sinnt á bráðadeild og lagðir inn þar eða á hjartaskurðdeild ef á þarf að halda.Vísir/Vilhelm „Það er kannski rétta að taka líka fram að þótt hjartadeildin sé lokuð erum við að sinna allri bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Og við viljum endilega hvetja fólk sem hefur einkenni frá hjarta til að bíða ekki heima heldur koma á slysadeildina. Við leggjum þá sjúklinga inn sem þarf. Að vísu ekki á hjartadeildina en þeir eru lagðir inn á gjörgæsluna og hjartaskurðdeildina. Aðstaðan til að sinna þeim á þessum deildum er mjög góð,“ segir Davíð Ottó. Þó hafi valkvæmum aðgerðum eins og hjartaþræðingum og brennslum verið frestað tímabundið í dag sem verði endurskoðað síðdegis. Davíð Ottó segir ekkert benda til á þessari stundu að staðan á Landakoti í október sé að endurtaka sig. „Ég er vongóður um að svo verði ekki. Enda er öll aðstaða hér á hjartadeildinni töluvert betri en hún var á Landakoti,“segir Davíð Ottó Arnar. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42 Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi á Landspítalanum eftir að sjúklingur sem var verið að útskrifa í heimahjúkrun af hjartadeildinni greindist jákvæður gagnvart kórónuveirunni. Hann hafði þá verið á deildinni frá því í desember en fór í tvöfalda skimun áður en hann var fluttur heim eins og reglur gera ráð fyrir. Víðtæk skimun á starfsmönnum og þrjátíu og tveimur sjúklingum á hjartadeild hófst í gærdag og stóð fram á kvöld. Hingaðtil hefur skimunin ekki leitt til jákvæðrar greiningar hvorki á starfsmönnum né sjúklingum að sögn Davíðs Ottós Arnar yfirlæknis hjartadeildar. Neikvæðar niðurstöður eru komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima samkvæmt tilkynningu sem barst frá spítalanum rétt fyrir hádegi. Davíð Ottó Arnar yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segir alla aðstöðu betri þar en á Landakoti þar sem kórónuveiran náði að dreifa sér í október.aðsend „Hins vegar brugðumst við strax við þessu. Við í raun lokuðum hjartadeildinni á þann hátt að við tökum enga nýja sjúklinga. Deildin er í sóttkví. Ástandið nákvæmlega núna er tiltölulega stapilt. Það er enginn veikur á deildinni. Það er búið að taka sýni af öllum sjúklingum. Það er neikvætt (ekki með veiruna). Það er verið að vinna í að taka sýni af starfsfólki. Enn sem komið eru engin jákvæð sýni þar,“ segir Davíð Ottó. Búið sé að ná sýnum frá langflestum starfsmönnum og fá niðurstöður frá um þriðjungi þeirra. Sýnataka hafi svo hafist aftur í morgun og ljúki fyrir fyrir hádegi. Niðurstöður flestra ættu að liggja fyrir um eða eftir hádegi. Þeir starfsmenn sem sinni sjúklingum á hjartadeildinni hafi allir greinst neikvæðir og séu auk þess vel gallaðir upp og ítrustu sóttvarna gætt. Hjartadeildin á Landspítalanum er í sóttkví en nýjum hjartasjúklingum er sinnt á bráðadeild og lagðir inn þar eða á hjartaskurðdeild ef á þarf að halda.Vísir/Vilhelm „Það er kannski rétta að taka líka fram að þótt hjartadeildin sé lokuð erum við að sinna allri bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Og við viljum endilega hvetja fólk sem hefur einkenni frá hjarta til að bíða ekki heima heldur koma á slysadeildina. Við leggjum þá sjúklinga inn sem þarf. Að vísu ekki á hjartadeildina en þeir eru lagðir inn á gjörgæsluna og hjartaskurðdeildina. Aðstaðan til að sinna þeim á þessum deildum er mjög góð,“ segir Davíð Ottó. Þó hafi valkvæmum aðgerðum eins og hjartaþræðingum og brennslum verið frestað tímabundið í dag sem verði endurskoðað síðdegis. Davíð Ottó segir ekkert benda til á þessari stundu að staðan á Landakoti í október sé að endurtaka sig. „Ég er vongóður um að svo verði ekki. Enda er öll aðstaða hér á hjartadeildinni töluvert betri en hún var á Landakoti,“segir Davíð Ottó Arnar.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42 Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42
Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19