Umfjöllun: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 14. janúar 2021 22:12 Portúgal vann í kvöld líkt og í fyrri leiknum við Ísland í undankeppni EM í síðustu viku. Ísland vann í millitíðinni stórsigur í heimaleik sínum við Portúgalana. EPA/Khaled Elfiqi Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. Ísland tapaði þar með enn einu sinni fyrsta leik á HM en það hefur liðið gert á hverju heimsmeistaramóti eftir mótið 2011. Elvar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands á HM í ár strax úr fyrstu sókn, og íslenska liðið byrjaði leikinn af góðum krafti. Varnarleikurinn var feykilega öflugur og tvö mörk Portúgala á fyrstu tíu mínútunum komu bæði þegar vörnin var án Ýmis Arnar Gíslasonar, sem fékk tvær brottvísanir í fyrri hálfleiknum en náði þó að klára leikinn með bravör. Íslenska vörnin var afar öflug í fyrri hálfleik og hluta seinni hálfleiks en það dugði skammt.EPA/Khaled Elfiqi Eftir að Ísland hafði komist í 4-2 fór sóknarleikurinn að hiksta, og hann reyndist banabiti Íslands í leiknum. Fyrst fóru víti og dauðafæri í súginn, en svo tók við algjört frost um tíma og þrátt fyrir að vörn Íslands væri öflug gegnum allan fyrri hálfleikinn náðu Portúgalar smám saman yfirhöndinni. Margt fór úrskeiðis en munurinn aðeins eitt mark í hálfleik Ágúst Elí Björgvinsson hóf leikinn í marki Íslands og varði ekki skot í fyrri hálfleik, og lítið breyttist þegar Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn í hans stað á 18. mínútu. Portúgal komst yfir í fyrsta sinn eftir 20 mínútna leik, og í 9-7 með tveimur auðveldum hraðaupphlaupum eftir misheppnaðar sendingar lágvaxinnar útilínu Íslands sem komst ekkert áleiðis á þessum kafla. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ágætlega frá sínu í sókn Íslands.EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson tók svo leikhlé og hleypti Ólafi Guðmundssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni inn á. Þeir sköpuðu þrjú síðustu mörk Íslands sem þrátt fyrir sáralitla markvörslu og mjög stirðan sóknarleik á stórum köflum var aðeins einu marki undir í hálfleik, 11-10. Alfredo Quintana hafði þá varið 10 skot og reynst Íslandi erfiður eins og í fyrsta leik þríleiksins hjá liðunum á síðustu níu dögum. Hriplek vörn í upphafi seinni hálfleiks Viggó Kristjánsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks. Viggó tókst ekki að virkja hægri skyttustöðuna en Sigvaldi lét strax til sín taka. Portúgalar skoruðu hins vegar úr hverri sókninni á fætur annarri gegn hriplekri vörn Íslands og náðu fimm marka forskoti, 18:13. Alexander Petersson fór illa með skotin sín í fyrri hálfleik en hleypti lífi í sóknarleik Íslands um miðjan seinni hálfleik.EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur tók þá leikhlé, hleypti Alexander Petersson og Ágústi Elí aftur inn á, með skilaboðum um leikkerfi fyrir Alexander sem skilaði árangri. Ágúst hrökk sömuleiðis í gang í markinu og munurinn fór strax niður í 18-16. Alsír á laugardagskvöld Þá tóku Portúgalar aftur við sér og leikstjórnandinn Miguel Martins var íslensku vörninni sérstaklega erfiður. Ísland fékk áfram tækifæri til að saxa á forskotið og hleypa mikilli spennu í leikinn en stóra vandamálið var of mörg mistök í sóknarleiknum og léleg færanýting. Varnarleikurinn í kvöld hefði hæglega átt að skila fleiri auðveldum mörkum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír á laugardaginn en Alsír vann Marokkó fyrr í dag. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil og taka þangað hvert um sig með sér stig úr leikjum við hin tvö liðin sem fara þangað. Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér inn síðar í kvöld. Viðtöl, einkunnagjöf og frekari umfjöllun er væntanleg á Vísi. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 „Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:52 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. Ísland tapaði þar með enn einu sinni fyrsta leik á HM en það hefur liðið gert á hverju heimsmeistaramóti eftir mótið 2011. Elvar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark Íslands á HM í ár strax úr fyrstu sókn, og íslenska liðið byrjaði leikinn af góðum krafti. Varnarleikurinn var feykilega öflugur og tvö mörk Portúgala á fyrstu tíu mínútunum komu bæði þegar vörnin var án Ýmis Arnar Gíslasonar, sem fékk tvær brottvísanir í fyrri hálfleiknum en náði þó að klára leikinn með bravör. Íslenska vörnin var afar öflug í fyrri hálfleik og hluta seinni hálfleiks en það dugði skammt.EPA/Khaled Elfiqi Eftir að Ísland hafði komist í 4-2 fór sóknarleikurinn að hiksta, og hann reyndist banabiti Íslands í leiknum. Fyrst fóru víti og dauðafæri í súginn, en svo tók við algjört frost um tíma og þrátt fyrir að vörn Íslands væri öflug gegnum allan fyrri hálfleikinn náðu Portúgalar smám saman yfirhöndinni. Margt fór úrskeiðis en munurinn aðeins eitt mark í hálfleik Ágúst Elí Björgvinsson hóf leikinn í marki Íslands og varði ekki skot í fyrri hálfleik, og lítið breyttist þegar Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn í hans stað á 18. mínútu. Portúgal komst yfir í fyrsta sinn eftir 20 mínútna leik, og í 9-7 með tveimur auðveldum hraðaupphlaupum eftir misheppnaðar sendingar lágvaxinnar útilínu Íslands sem komst ekkert áleiðis á þessum kafla. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ágætlega frá sínu í sókn Íslands.EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson tók svo leikhlé og hleypti Ólafi Guðmundssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni inn á. Þeir sköpuðu þrjú síðustu mörk Íslands sem þrátt fyrir sáralitla markvörslu og mjög stirðan sóknarleik á stórum köflum var aðeins einu marki undir í hálfleik, 11-10. Alfredo Quintana hafði þá varið 10 skot og reynst Íslandi erfiður eins og í fyrsta leik þríleiksins hjá liðunum á síðustu níu dögum. Hriplek vörn í upphafi seinni hálfleiks Viggó Kristjánsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks. Viggó tókst ekki að virkja hægri skyttustöðuna en Sigvaldi lét strax til sín taka. Portúgalar skoruðu hins vegar úr hverri sókninni á fætur annarri gegn hriplekri vörn Íslands og náðu fimm marka forskoti, 18:13. Alexander Petersson fór illa með skotin sín í fyrri hálfleik en hleypti lífi í sóknarleik Íslands um miðjan seinni hálfleik.EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur tók þá leikhlé, hleypti Alexander Petersson og Ágústi Elí aftur inn á, með skilaboðum um leikkerfi fyrir Alexander sem skilaði árangri. Ágúst hrökk sömuleiðis í gang í markinu og munurinn fór strax niður í 18-16. Alsír á laugardagskvöld Þá tóku Portúgalar aftur við sér og leikstjórnandinn Miguel Martins var íslensku vörninni sérstaklega erfiður. Ísland fékk áfram tækifæri til að saxa á forskotið og hleypa mikilli spennu í leikinn en stóra vandamálið var of mörg mistök í sóknarleiknum og léleg færanýting. Varnarleikurinn í kvöld hefði hæglega átt að skila fleiri auðveldum mörkum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír á laugardaginn en Alsír vann Marokkó fyrr í dag. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil og taka þangað hvert um sig með sér stig úr leikjum við hin tvö liðin sem fara þangað. Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér inn síðar í kvöld. Viðtöl, einkunnagjöf og frekari umfjöllun er væntanleg á Vísi.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 „Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:52 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11
„Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:52
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38
Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35
Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti