Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:15 Ólafur Þór Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir. Vísir Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46