Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 12:34 Katrín Jakobsdóttir segir að þau sóttvarnarbrot sem tilkynnt hafi verið um séu stór hluti ástæðu þess að ákveðið hefur verið að gera tvöfalda skimun að skyldu við komu til landsins. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. Katrín ræddi þessar breytingar í viðtali við fréttastofu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu. Óhætt er að segja að landamærin hafi verið fyrirferðamikil á fundinum. „Við vorum í fyrsta lagi að taka þá ákvörðun að við munum í dag kynna það fyrirkomulag sem tekur gildi á landamærum 1. febrúar. Niðurstaða okkar sem byggir á mikilli vinnu og skoðun á gögnum er að framlengja óbreytt fyrirkomulag með tvöfaldri skimun á landamærum með fimm daga sóttkví á milli að framlengja það til 1. maí,“ segir Katrín. „Ennfremur kynnti heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að tvöföld skimun á landamærum og það verði ekki valkostur. Hún byggir það á þeim brotum sem við höfum séð á sóttkví.“ Ráðherra hafði áður í tvígang hafnað tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að tvöföld skimun yrði gerð að skyldu. „Við höfum auðvitað verið að hrofa til þess að vilja beita meðalhófi sem er eðlilegt fyrirkomulag hjá stjórnvöldum. Það sem við höfum gert er að við höfum smám saman verið að herða. Við höfum nýlega ákveðið að börn skuli líka vera í sóttkví á milli skimana. við höfum ennfremur tekið þá ákvörðun að gera þessa skimun gjaldfrjálsa til að hvetja fleiri til að fara í hana. En í raun og veru, í ljósi þeirra brota sem hefur verið tilkynnt um, teljum við réttnæmt að taka þennan valkost út og gera þetta að skyldu.“ Að neðan má sjá tilkynninguna frá stjórnarráðinu vegna breytinganna. Fyrirkomulagið frá 1. maí Þann 1. maí nk. verða tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frá og með 1. maí verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Í ljósi landfræðilegrar sérstöðu Íslands og annarra sóttvarnasjónarmiða verður harðari sóttvarnaraðgerðum hins vegar beitt fyrir hvern áhættuflokk en þeim sem lögð eru til í tilmælum Evrópusambandsins, að minnsta kosti fyrst um sinn. Farþegar frá hættuminni löndum verða undanþegnir sóttkví og síðari skimun geti þeir framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs innan tiltekins tíma. Komufarþegar sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin verða áfram undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og það sama mun gilda um komufarþega sem geta framvísað gildu bólusetningarvottorði. Svona verður fyrirkomulagið. Við skilgreiningu í áhættuflokka verður notast við sömu viðmið og lagt er til í samræmdum tilmælum Evrópusambandsins: 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa Hlutfall jákvæðra sýna af heildarfjölda tekinna sýna undanfarna viku Sýnatökuhlutfall, þ.e. fjölda sýna sem tekin eru á hverja 100.000 íbúa undanfarna viku Viðmið litakóðunarkerfisins eru þannig: Grænn litur þýðir að nýgengi smita er undir 25 (m.v. 100.000 íbúa) og hlutfall jákvæðra sýna er undir 4% Appelsínugulur litur þýðir að nýgengi er undir 50 en hlutfall jákvæðra sýna er 4% eða meira eða nýgengi er 25-250 og hlutfall jákvæðra sýna er undir 4% Rauður litur á við í öðrum tilvikum Grár litur þýðir að ekki liggja nægilegar upplýsingar fyrir eða tekin eru færri sýni en 300 á hverja 100.000 íbúa á viku Þær sóttvarnareglur sem gilda munu fyrir ólíka áhættuflokka eru eftirfarandi: Með því að greina svo snemma frá fyrirkomulagi sóttvarnaráðstafana á landamærum sem stefnt er að í vor er framkvæmdar- og söluaðilum gert kleift að undirbúa breytingar vel. Áhættumat litakóðunarkerfis tekur mið af óvissu um þróun faraldurs og gerir meiri fyrirsjáanleika mögulegan. Við undirbúning ákvörðunar um fyrirkomulag á landamærum var horft til vinnu efnahagshóps fjármála- og efnahagsráðherra, vottorðahóps heilbrigðisráðuneytis, tölfræðiteymis Háskóla Íslands um áhrif sóttvarna á landamærum, samræmdra tilmæla ESB um ferðalög, leiðbeininga sem Sóttvarnastofnun Evrópu gaf út samhliða ferðatilmælum ESB, upplýsinga um bóluefni og bólusetningar frá heilbrigðisráðuneytinu og þeirrar reynslu og tölfræðilegu innsýnar sem skimanir á íslenskum landamærum hafa veitt síðustu mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Katrín ræddi þessar breytingar í viðtali við fréttastofu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu. Óhætt er að segja að landamærin hafi verið fyrirferðamikil á fundinum. „Við vorum í fyrsta lagi að taka þá ákvörðun að við munum í dag kynna það fyrirkomulag sem tekur gildi á landamærum 1. febrúar. Niðurstaða okkar sem byggir á mikilli vinnu og skoðun á gögnum er að framlengja óbreytt fyrirkomulag með tvöfaldri skimun á landamærum með fimm daga sóttkví á milli að framlengja það til 1. maí,“ segir Katrín. „Ennfremur kynnti heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að tvöföld skimun á landamærum og það verði ekki valkostur. Hún byggir það á þeim brotum sem við höfum séð á sóttkví.“ Ráðherra hafði áður í tvígang hafnað tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að tvöföld skimun yrði gerð að skyldu. „Við höfum auðvitað verið að hrofa til þess að vilja beita meðalhófi sem er eðlilegt fyrirkomulag hjá stjórnvöldum. Það sem við höfum gert er að við höfum smám saman verið að herða. Við höfum nýlega ákveðið að börn skuli líka vera í sóttkví á milli skimana. við höfum ennfremur tekið þá ákvörðun að gera þessa skimun gjaldfrjálsa til að hvetja fleiri til að fara í hana. En í raun og veru, í ljósi þeirra brota sem hefur verið tilkynnt um, teljum við réttnæmt að taka þennan valkost út og gera þetta að skyldu.“ Að neðan má sjá tilkynninguna frá stjórnarráðinu vegna breytinganna. Fyrirkomulagið frá 1. maí Þann 1. maí nk. verða tekin varfærin skref til afléttingar sóttvarnaraðgerða á landamærum sem taka munu mið af ástandi faraldursins á brottfararstað komufarþega. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frá og með 1. maí verður byggt á reglulega uppfærðu áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Í ljósi landfræðilegrar sérstöðu Íslands og annarra sóttvarnasjónarmiða verður harðari sóttvarnaraðgerðum hins vegar beitt fyrir hvern áhættuflokk en þeim sem lögð eru til í tilmælum Evrópusambandsins, að minnsta kosti fyrst um sinn. Farþegar frá hættuminni löndum verða undanþegnir sóttkví og síðari skimun geti þeir framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs innan tiltekins tíma. Komufarþegar sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin verða áfram undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og það sama mun gilda um komufarþega sem geta framvísað gildu bólusetningarvottorði. Svona verður fyrirkomulagið. Við skilgreiningu í áhættuflokka verður notast við sömu viðmið og lagt er til í samræmdum tilmælum Evrópusambandsins: 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa Hlutfall jákvæðra sýna af heildarfjölda tekinna sýna undanfarna viku Sýnatökuhlutfall, þ.e. fjölda sýna sem tekin eru á hverja 100.000 íbúa undanfarna viku Viðmið litakóðunarkerfisins eru þannig: Grænn litur þýðir að nýgengi smita er undir 25 (m.v. 100.000 íbúa) og hlutfall jákvæðra sýna er undir 4% Appelsínugulur litur þýðir að nýgengi er undir 50 en hlutfall jákvæðra sýna er 4% eða meira eða nýgengi er 25-250 og hlutfall jákvæðra sýna er undir 4% Rauður litur á við í öðrum tilvikum Grár litur þýðir að ekki liggja nægilegar upplýsingar fyrir eða tekin eru færri sýni en 300 á hverja 100.000 íbúa á viku Þær sóttvarnareglur sem gilda munu fyrir ólíka áhættuflokka eru eftirfarandi: Með því að greina svo snemma frá fyrirkomulagi sóttvarnaráðstafana á landamærum sem stefnt er að í vor er framkvæmdar- og söluaðilum gert kleift að undirbúa breytingar vel. Áhættumat litakóðunarkerfis tekur mið af óvissu um þróun faraldurs og gerir meiri fyrirsjáanleika mögulegan. Við undirbúning ákvörðunar um fyrirkomulag á landamærum var horft til vinnu efnahagshóps fjármála- og efnahagsráðherra, vottorðahóps heilbrigðisráðuneytis, tölfræðiteymis Háskóla Íslands um áhrif sóttvarna á landamærum, samræmdra tilmæla ESB um ferðalög, leiðbeininga sem Sóttvarnastofnun Evrópu gaf út samhliða ferðatilmælum ESB, upplýsinga um bóluefni og bólusetningar frá heilbrigðisráðuneytinu og þeirrar reynslu og tölfræðilegu innsýnar sem skimanir á íslenskum landamærum hafa veitt síðustu mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira