Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. janúar 2021 07:00 Jón Hilmar Karlsson og Kjartan Þórisson hjá Noona. Vísir/Vilhelm „Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals. Meðeigandi Jóns og stofnandi er Kjartan Þórisson. Í gegnum bókunarkerfin þeirra, Tímtal og Noona appið panta viðskiptavinir sér tíma í alls konar þjónustu. Allt hófst þetta sem hugmynd þegar félagarnir voru í námi í HR. Þrátt fyrir að komast þar báðir á forsetalista tækni- og verkfræðideildar HR fór svo að þeir hættu í námi til að einbeita sér alfarið að rekstrinum. En nú er stefnt að opnun Noona í tveimur erlendum borgum. Tímatal ehf. var stofnað árið 2014 og er því eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú sex starfsmenn og er gert ráð fyrir vaxandi umsvif næstu misseri. Að lifa í núinu Jón Hilmar segir þá Kjartan mjög meðvitaða um að njóta lífsins og lifa í núinu. Þótt vel hafi gengið í HR var námið ekki að gefa þeim þá fyllingu sem þeir sóttust eftir. Fyrsta árið í skólanum hafði ekki beint fyllt líf okkar af lit og sjarma, og sáum við ekki fram á miklar breytingar á því ári sem framundan var. Við leggjum báðir áherslu á að lifa merkingarfullu lífi og sáum við fram á að það yrði mun meira gefandi að vinna saman heldur en að læra saman.“ Kjartan hafði þá þegar farið af stað með hugmyndina á bakvið upphafið, sem var bókunarkerfið Tímatal. Síðsumars 2017 bauð hann Jóni að ganga til liðs við sig. „Við höfðum nefnilega áður prófað að reka fyrirtæki saman í Verzló, sem var reyndar algjört klúður. En hvorugur okkar hafði gleymt því hve gefandi og gaman það hafði verið,“ segir Jón. Það sem bókunarkerfin Tímatal og Noona appið gera er að viðskiptavinir geta sjálfir bókað tíma í klippingu, hjá snyrtistofum, í nudd, á verkstæði, hjá dýralækni og fleirum. Kerfin spara þjónustuaðilum tíma og fyrirhöfn, ekki síst í símsvörun og utanumhald yfir bókanir eða tilfærslur á tímum. Þá sjá viðskiptavinir hvaða þjónusta er í boði, verðlista, hvaða þjónustuaðili er laus, hvað þeir hafa keypt áður og fleira og eru minntir á bókaða tíma með SMS. Jón segir hugmyndina hafa komið til þannig að eigandi hárgreiðslustofunnar Sjoppan bað Kjartan um að smíða fyrir sig tímabókunarkerfi. Kjartan var þá 18 ára gamall og hungraður í hvaða verkefni sem er. Að sögn Jóns var hann því fljótur að stökkva til og þáði verkefnið glaður. „Í kjölfarið gerði Kjartan það að vana sínum að fara niður til Sjoppunnar og forrita samhliða því að fylgjast með rekstrinum þeirra. Eftir fyrstu útgáfu hélt Kjartan áfram í þrjú ár að betrumbæta Tímatal sem hliðarverkefni samhliða skóla og öðrum verkefnum,“ segir Jón. Hann viðurkennir samt að tíminn þar sem félagarnir voru báðir í rekstrarverkfræðinni í HR og að vinna í fyrirtækinu, hafi verið álagstími. Við lentum báðir á forsetalista fyrir námsárangur, en á þeim tímapunkti vorum við líka orðnir ansi slitnir. Innst inni vissum við alveg hvað við vildum gera, svo að lokum ákváðum við, þvert á óskir fjölskyldumeðlima, að hætta í skóla. Þeirri ákvörðun sjáum við sem betur fer ekki eftir í dag.“ Hugmyndin varð til í kjölfar þess að Kjartan var beðinn um að smíða tímabókunarkerfi fyrir hárgreiðslustofu. Kjartan var þá 18 ára og í námi í Verzló.Vísir/Vilhelm Í dag starfa sex manns hjá Tímatal, Gunnar Torfi og Óskar Helgi forrita, Rán Ísold hannar og Hafsteinn Björn sér um fjármál og viðskiptavini. „Þau eiga öll hluti eða kauprétti í félaginu, enda langar okkur að allir teymismeðlimir séu með sterkan hvata til að gera sína bestu vinnu. Þar að auki eiga þau það einfaldlega bara skilið,“ segir Jón og tekur fram að það hafi alltaf verið sýn hans og Kjartans að fagna ekki einir ef dæmið gengi upp. Rótgróin fyrirtæki svifasein Jón segir flesta þekkja Noona frekar en kerfið sem á undan kom, Tímatal. Hann segir að Noona hefði aldrei orðið til nema fyrir þær sakir að fyrst var Tímatal þróað. „En þrátt fyrir að hafa byrjað á Tímatal, þá var Noona alltaf draumurinn. Og þegar við vorum komnir með um 100 þjónustufyrirtæki í viðskipti á Tímatal ákváðum við að byrja að vinna í áttina að þeim draumi,“ segir Jón og bætir við: „Við bókuðum þá fundi með stærstu tæknifyrirtækjunum hérlendis til að leita að samstarfsaðila sem gat smíðað það fyrir okkur því Kjartan hafði aldrei áður smíðað app fyrir snjallsíma. Á einum af þeim fundum komumst við alveg óvart að því að eitt þeirra, líklegast það besta, var að skipuleggja að smíða sína eigin útgáfu af Noona.“ Jón segir að á þessum tíma hafi þeir ekki mikið verið að drífa sig en að heyra af þessu verkefni, var gott spark í rassinn. Við vissum að við hefðum ekki tíma til að finna og setja upp samstarf með stóru fyrirtæki sem hreyfði sig hægt. Við þurftum einhvern sem gat búið til Noona núna,“ segir Jón og hlær. „Svo, við fórum að leita að einhverjum sem gat smíðað frábæra lausn á stuttum tíma, og vorum svo heppnir að þekkja Gunnar Torfa. Eftir eina kvöldstund saman var það augljóst að við hefðum sömu hugmyndir, prinsipp og eldmóð og létum vaða. Rúmum 6 mánuðum seinna gáfum við út Noona.“ Jón segir að í kjölfarið hafi ónefnt tæknifyrirtæki slökkt á sinni samkeppnisvöru, sem þá hafði fengið að lifa látlausu lífi í um það bil ár. Netflix kynslóðin er „Noona“ Jón segir að upphaflegt nafn Noona hafi verið Tímatorg. En eftir smá umhugsun fannst þeim nafnið of íslenskt, enda framtíðarsýnin að fara í útrás. Á þeim tíma vorum við að taka okkur fyrstu skref í hugleiðslu, og snérust mikið af okkar samræðum um mikilvægi þess að "lifa í núinu". Þar að auki vorum við meðvitaðir um að okkar eigin Netflix kynslóð vill alltaf fá allt núna. Allt á að vera „on-demand,“ segir Jón. Kjartan kom þá með nafnið „Noona“ og segir Jón að þeim félögum hafi líka þótt gaman að geta notað nafnið í tali. Til dæmis með því að segja „Lífið er Noona.“ Rán Ísold hannaði síðan vörumerkið sem Jón segir að sínu mati eitt flottasta vörumerki landsins. Jón segir Noona alltaf hafa horft út fyrir landsteinana og fyrirhugað er að opna í tveimur erlendum borgum á þessu ári. Jón vill þó ekkert gefa upp um það hvort fjárfestum verði boðið að vera með.Vísir/Vilhelm „Noona“ fer út í heim Eins og fyrr segir, er stefnt að því að opna Noona í fyrstu erlendu borgunum á þessu ári. Framtíðarsýn Noona nær langt umfram landsteinana. Við erum gífurlega ánægðir með þá vöru sem við höfum þróað og okkur langar að sjá hana í höndunum á fleiri þjónustuveitendum og þeim sem hjá þeim bóka um allan heim. Við teljum sömuleiðis vera mikla vöntun eftir vöru eins og Noona, en margar stofur í öllum heimshornum treysta enn á bók og síma til að taka við tímabókunum sem er ekki bara óskilvirkt, heldur mjög pirrandi fyrir starfsmenn stofanna.“ Jón segir fyrirtækið enn ungt og að starfshópurinn sé meðvitaður um að margt er ólært enn. „Hingað til hefur þessi vegferð kennt okkur nánast allt sem við kunnum og það er rétt svo núna sem við sjáum glitta í tækifærið að taka þetta út.“ En ef stefnan er alþjóðlegi markaðurinn hefur það þá aldrei komið til tals að fá til liðs við ykkur fjárfesta? „Vonandi munum við hafa eitthvað skemmtilegt um þetta að segja bráðlega, en þangað til að öll smáatriðin eru á hreinu þá ætla ég ekki að segja of mikið,“ svarar Jón íbygginn á svip. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Meðeigandi Jóns og stofnandi er Kjartan Þórisson. Í gegnum bókunarkerfin þeirra, Tímtal og Noona appið panta viðskiptavinir sér tíma í alls konar þjónustu. Allt hófst þetta sem hugmynd þegar félagarnir voru í námi í HR. Þrátt fyrir að komast þar báðir á forsetalista tækni- og verkfræðideildar HR fór svo að þeir hættu í námi til að einbeita sér alfarið að rekstrinum. En nú er stefnt að opnun Noona í tveimur erlendum borgum. Tímatal ehf. var stofnað árið 2014 og er því eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú sex starfsmenn og er gert ráð fyrir vaxandi umsvif næstu misseri. Að lifa í núinu Jón Hilmar segir þá Kjartan mjög meðvitaða um að njóta lífsins og lifa í núinu. Þótt vel hafi gengið í HR var námið ekki að gefa þeim þá fyllingu sem þeir sóttust eftir. Fyrsta árið í skólanum hafði ekki beint fyllt líf okkar af lit og sjarma, og sáum við ekki fram á miklar breytingar á því ári sem framundan var. Við leggjum báðir áherslu á að lifa merkingarfullu lífi og sáum við fram á að það yrði mun meira gefandi að vinna saman heldur en að læra saman.“ Kjartan hafði þá þegar farið af stað með hugmyndina á bakvið upphafið, sem var bókunarkerfið Tímatal. Síðsumars 2017 bauð hann Jóni að ganga til liðs við sig. „Við höfðum nefnilega áður prófað að reka fyrirtæki saman í Verzló, sem var reyndar algjört klúður. En hvorugur okkar hafði gleymt því hve gefandi og gaman það hafði verið,“ segir Jón. Það sem bókunarkerfin Tímatal og Noona appið gera er að viðskiptavinir geta sjálfir bókað tíma í klippingu, hjá snyrtistofum, í nudd, á verkstæði, hjá dýralækni og fleirum. Kerfin spara þjónustuaðilum tíma og fyrirhöfn, ekki síst í símsvörun og utanumhald yfir bókanir eða tilfærslur á tímum. Þá sjá viðskiptavinir hvaða þjónusta er í boði, verðlista, hvaða þjónustuaðili er laus, hvað þeir hafa keypt áður og fleira og eru minntir á bókaða tíma með SMS. Jón segir hugmyndina hafa komið til þannig að eigandi hárgreiðslustofunnar Sjoppan bað Kjartan um að smíða fyrir sig tímabókunarkerfi. Kjartan var þá 18 ára gamall og hungraður í hvaða verkefni sem er. Að sögn Jóns var hann því fljótur að stökkva til og þáði verkefnið glaður. „Í kjölfarið gerði Kjartan það að vana sínum að fara niður til Sjoppunnar og forrita samhliða því að fylgjast með rekstrinum þeirra. Eftir fyrstu útgáfu hélt Kjartan áfram í þrjú ár að betrumbæta Tímatal sem hliðarverkefni samhliða skóla og öðrum verkefnum,“ segir Jón. Hann viðurkennir samt að tíminn þar sem félagarnir voru báðir í rekstrarverkfræðinni í HR og að vinna í fyrirtækinu, hafi verið álagstími. Við lentum báðir á forsetalista fyrir námsárangur, en á þeim tímapunkti vorum við líka orðnir ansi slitnir. Innst inni vissum við alveg hvað við vildum gera, svo að lokum ákváðum við, þvert á óskir fjölskyldumeðlima, að hætta í skóla. Þeirri ákvörðun sjáum við sem betur fer ekki eftir í dag.“ Hugmyndin varð til í kjölfar þess að Kjartan var beðinn um að smíða tímabókunarkerfi fyrir hárgreiðslustofu. Kjartan var þá 18 ára og í námi í Verzló.Vísir/Vilhelm Í dag starfa sex manns hjá Tímatal, Gunnar Torfi og Óskar Helgi forrita, Rán Ísold hannar og Hafsteinn Björn sér um fjármál og viðskiptavini. „Þau eiga öll hluti eða kauprétti í félaginu, enda langar okkur að allir teymismeðlimir séu með sterkan hvata til að gera sína bestu vinnu. Þar að auki eiga þau það einfaldlega bara skilið,“ segir Jón og tekur fram að það hafi alltaf verið sýn hans og Kjartans að fagna ekki einir ef dæmið gengi upp. Rótgróin fyrirtæki svifasein Jón segir flesta þekkja Noona frekar en kerfið sem á undan kom, Tímatal. Hann segir að Noona hefði aldrei orðið til nema fyrir þær sakir að fyrst var Tímatal þróað. „En þrátt fyrir að hafa byrjað á Tímatal, þá var Noona alltaf draumurinn. Og þegar við vorum komnir með um 100 þjónustufyrirtæki í viðskipti á Tímatal ákváðum við að byrja að vinna í áttina að þeim draumi,“ segir Jón og bætir við: „Við bókuðum þá fundi með stærstu tæknifyrirtækjunum hérlendis til að leita að samstarfsaðila sem gat smíðað það fyrir okkur því Kjartan hafði aldrei áður smíðað app fyrir snjallsíma. Á einum af þeim fundum komumst við alveg óvart að því að eitt þeirra, líklegast það besta, var að skipuleggja að smíða sína eigin útgáfu af Noona.“ Jón segir að á þessum tíma hafi þeir ekki mikið verið að drífa sig en að heyra af þessu verkefni, var gott spark í rassinn. Við vissum að við hefðum ekki tíma til að finna og setja upp samstarf með stóru fyrirtæki sem hreyfði sig hægt. Við þurftum einhvern sem gat búið til Noona núna,“ segir Jón og hlær. „Svo, við fórum að leita að einhverjum sem gat smíðað frábæra lausn á stuttum tíma, og vorum svo heppnir að þekkja Gunnar Torfa. Eftir eina kvöldstund saman var það augljóst að við hefðum sömu hugmyndir, prinsipp og eldmóð og létum vaða. Rúmum 6 mánuðum seinna gáfum við út Noona.“ Jón segir að í kjölfarið hafi ónefnt tæknifyrirtæki slökkt á sinni samkeppnisvöru, sem þá hafði fengið að lifa látlausu lífi í um það bil ár. Netflix kynslóðin er „Noona“ Jón segir að upphaflegt nafn Noona hafi verið Tímatorg. En eftir smá umhugsun fannst þeim nafnið of íslenskt, enda framtíðarsýnin að fara í útrás. Á þeim tíma vorum við að taka okkur fyrstu skref í hugleiðslu, og snérust mikið af okkar samræðum um mikilvægi þess að "lifa í núinu". Þar að auki vorum við meðvitaðir um að okkar eigin Netflix kynslóð vill alltaf fá allt núna. Allt á að vera „on-demand,“ segir Jón. Kjartan kom þá með nafnið „Noona“ og segir Jón að þeim félögum hafi líka þótt gaman að geta notað nafnið í tali. Til dæmis með því að segja „Lífið er Noona.“ Rán Ísold hannaði síðan vörumerkið sem Jón segir að sínu mati eitt flottasta vörumerki landsins. Jón segir Noona alltaf hafa horft út fyrir landsteinana og fyrirhugað er að opna í tveimur erlendum borgum á þessu ári. Jón vill þó ekkert gefa upp um það hvort fjárfestum verði boðið að vera með.Vísir/Vilhelm „Noona“ fer út í heim Eins og fyrr segir, er stefnt að því að opna Noona í fyrstu erlendu borgunum á þessu ári. Framtíðarsýn Noona nær langt umfram landsteinana. Við erum gífurlega ánægðir með þá vöru sem við höfum þróað og okkur langar að sjá hana í höndunum á fleiri þjónustuveitendum og þeim sem hjá þeim bóka um allan heim. Við teljum sömuleiðis vera mikla vöntun eftir vöru eins og Noona, en margar stofur í öllum heimshornum treysta enn á bók og síma til að taka við tímabókunum sem er ekki bara óskilvirkt, heldur mjög pirrandi fyrir starfsmenn stofanna.“ Jón segir fyrirtækið enn ungt og að starfshópurinn sé meðvitaður um að margt er ólært enn. „Hingað til hefur þessi vegferð kennt okkur nánast allt sem við kunnum og það er rétt svo núna sem við sjáum glitta í tækifærið að taka þetta út.“ En ef stefnan er alþjóðlegi markaðurinn hefur það þá aldrei komið til tals að fá til liðs við ykkur fjárfesta? „Vonandi munum við hafa eitthvað skemmtilegt um þetta að segja bráðlega, en þangað til að öll smáatriðin eru á hreinu þá ætla ég ekki að segja of mikið,“ svarar Jón íbygginn á svip.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00