Af hverju sér ríkið ekki um X? Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. janúar 2021 18:00 Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Af hverju sér ríkið ekki um mikilvæga þjónustu eins og matvöruverslanir, líkamsræktir eða banka? Það kann að hljóma vel að eitthvað sem við nánast öll þurfum að nota reglulega lúti stjórn okkar allra í gegnum lýðræðislegt kerfi og verði þess sé haldið í lágmarki. En ef að ríkið myndi reka ofantalið eitt síns liðs myndi það hins vegar koma niður á vöruúrvali, þjónustu og verði. Til hvers ætti að selja fleiri en eina gerð af sultu, eða selja sultu yfir höfuð? Stjórn Matvöruverslunar ríkisins myndi seint bregðast við væntingum neytenda, enda engin ástæða til þess þegar neytendur hefðu ekkert val á verslunum. Myndirðu sætta þig við opnunartíma og biðraðir sýslumanns þegar þú ætlaðir að hoppa í búð? Lægsta verðið er síðan ekki tryggt með ríkiseinokun, enda er virk samkeppni sterkasta verkfærið til að tryggja valfrelsi neytenda og lágt vöruverð. Arðgreiðslur hafa til dæmis lítil áhrif á verð. Arður er greiddur þegar fyrirtæki skila hagnaði og þau gera það með því að höfða til neytenda – bjóða það sem fólk vill á verði sem það telur sanngjarnt. Margt verður betra þegar fjöldi fólks keppist um að veita bestu þjónustuna og besta verðið. Hvatinn fyrir nýsköpun og tilraunastarfsemi er augljós ef þú hefur fjárhagslega hagsmuni af því að höfða til neytenda. Hann er takmarkaður ef það besta sem góður árangur færir þér er stöðuhækkun. Spurningin sem um ræðir skýtur oft upp kollinum þegar fréttir berast af arðgreiðslu eins aðila á tilteknum markaði. Spurningin fylgir þó yfirleitt ekki fréttum af taprekstri. Raunin er sú að með öllum rekstri fylgir áhætta og þegar hart árar myndi ríkisrekstur í mörgum atvinnugreinum hafa bein neikvæð áhrif á fjármögnun heilbrigðis- og menntakerfisins okkar. Það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki slíka áhættu með pening almennings. Ríkið ætti ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri því þótt eitthvað sé nánast ómissandi hluti af samfélaginu þá þýðir það ekki að það verði betra eða sanngjarnara með einokun sem stýrð er af fastráðnum ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti dregur þátttaka ríkissins á samkeppnismarkaði úr tækifærum annarra til að bjóða upp á þjónustu, sem dregur á sama tíma úr nýsköpun og framförum. Spurningin mætti oftar vera „er nauðsynlegt að ríkið sjái um X?“
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar