Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 12:59 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir að fjölskyldan hafi komið með flugi um kaffileytið í gær og hjónin ekki viljað fara í sýnatöku, sem þá var orðin skylda fyrir alla komufarþega. Börnin hafi verið undanskilin sýnatöku vegna aldurs. Hjónin hafi beðið á landamærunum í talsverðan tíma, þar sem nú megi ekki hleypa farþegum inn í landið án þess að þeir fari í skimun, en á endanum farið sjálfviljug í sýnatökuna. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.Aðsend Sigurgeir segir að nýjar reglur á landamærunum um skimunarskyldu hafi hjálpað mjög í þessu tilviki. Almennt hafi þó allt gengið vel á landamærunum eftir að skyldunni var komið á. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í fyrradag að frá og með gærdeginum yrði farþegum sem koma til landsins ekki lengur boðið upp á tveggja vikna sóttkví heldur yrðu allir að fara í tvöfalda skimun. Reglugerðin var birt á föstudagskvöld og kom þá til framkvæmda á landamærum. Sigurgeir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mikil ánægja ríkti um nýju reglugerðina meðal landamæravarða og lögreglu. „Það gildir þá bara eitt fyrir alla og okkar landamæraverðir og lögreglumenn losna við þetta argaþras, að tala við fólk sem ætlar í fjórtán daga sóttkví án sýnatöku,“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir að fjölskyldan hafi komið með flugi um kaffileytið í gær og hjónin ekki viljað fara í sýnatöku, sem þá var orðin skylda fyrir alla komufarþega. Börnin hafi verið undanskilin sýnatöku vegna aldurs. Hjónin hafi beðið á landamærunum í talsverðan tíma, þar sem nú megi ekki hleypa farþegum inn í landið án þess að þeir fari í skimun, en á endanum farið sjálfviljug í sýnatökuna. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.Aðsend Sigurgeir segir að nýjar reglur á landamærunum um skimunarskyldu hafi hjálpað mjög í þessu tilviki. Almennt hafi þó allt gengið vel á landamærunum eftir að skyldunni var komið á. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í fyrradag að frá og með gærdeginum yrði farþegum sem koma til landsins ekki lengur boðið upp á tveggja vikna sóttkví heldur yrðu allir að fara í tvöfalda skimun. Reglugerðin var birt á föstudagskvöld og kom þá til framkvæmda á landamærum. Sigurgeir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mikil ánægja ríkti um nýju reglugerðina meðal landamæravarða og lögreglu. „Það gildir þá bara eitt fyrir alla og okkar landamæraverðir og lögreglumenn losna við þetta argaþras, að tala við fólk sem ætlar í fjórtán daga sóttkví án sýnatöku,“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04
Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59