Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 15:51 John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt liðsfélögum sínum, pakistönsku feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali. John Snorri Sigurjónsson Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. „Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ segir John Snorri í samtali við Vísi úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Horfa til veðurglugga seint í janúar Þá segir John Snorri að teymi hans og sjerpahópurinn, sem náði að endingu upp á topp í gær, hafi talað um að vinna saman í fjallinu. „Sem við vorum búnir að gera. Og við vorum komnir upp með 700 metra af línu til að leggja í flöskuhálsinn og undir íshengjuna. Þannig það voru vonbrigði að það skyldi ekki hafa verið rætt við okkur síðustu tvo dagana. Þetta var svolítið sérstakt að hafa allt í einu ákveðið að skjóta sér upp á toppinn.“ John Snorri segir að hann og hópur hans stefni enn á toppinn. „Já, við ætlum að reyna að nýta okkur veðurglugga seinna í janúar. 25., 26. og 27. janúar líta vel út núna en þetta breytist mjög hratt,“ segir John Snorri. „En við erum tilbúnir um leið og kemur möguleiki á því að komast á toppinn. Þá getum við farið upp að búðum tvö, í búðir þrjú og svo úr búðum þrjú á toppinn á K2. Og við getum verið mjög fljótir á toppinn.“ Sorg í grunnbúðunum En sorgin einkennir líka andrúmsloftið á fjallinu þessa dagana. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á fjallinu um helgina, og þá aðstoða John Snorri og félagar hans við leit að Bandaríkjamanni. „Hann var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30 John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ segir John Snorri í samtali við Vísi úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Horfa til veðurglugga seint í janúar Þá segir John Snorri að teymi hans og sjerpahópurinn, sem náði að endingu upp á topp í gær, hafi talað um að vinna saman í fjallinu. „Sem við vorum búnir að gera. Og við vorum komnir upp með 700 metra af línu til að leggja í flöskuhálsinn og undir íshengjuna. Þannig það voru vonbrigði að það skyldi ekki hafa verið rætt við okkur síðustu tvo dagana. Þetta var svolítið sérstakt að hafa allt í einu ákveðið að skjóta sér upp á toppinn.“ John Snorri segir að hann og hópur hans stefni enn á toppinn. „Já, við ætlum að reyna að nýta okkur veðurglugga seinna í janúar. 25., 26. og 27. janúar líta vel út núna en þetta breytist mjög hratt,“ segir John Snorri. „En við erum tilbúnir um leið og kemur möguleiki á því að komast á toppinn. Þá getum við farið upp að búðum tvö, í búðir þrjú og svo úr búðum þrjú á toppinn á K2. Og við getum verið mjög fljótir á toppinn.“ Sorg í grunnbúðunum En sorgin einkennir líka andrúmsloftið á fjallinu þessa dagana. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á fjallinu um helgina, og þá aðstoða John Snorri og félagar hans við leit að Bandaríkjamanni. „Hann var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30 John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30
John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17