Erlent

Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Námuslys eru algeng í Kína og öryggi starfsmanna víða ábótavant. Myndin er úr safni. 
Námuslys eru algeng í Kína og öryggi starfsmanna víða ábótavant. Myndin er úr safni.  Getty

Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan.

Kínverskir miðlar greina frá því að námumennirnir hafi náð að koma orðsendingu upp til björgunarsveitanna í nótt. Enn er óljóst um afdrif tíu annarra sem saknað er eftir slysið sem varð í Shandong héraði í austurhluta Kína. Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi.

Mönnunum mun hafa tekist að koma orðsendingu upp um örmjótt gat sem liggur til þeirra og í gegnum það hefur þeim verið sendur matur og vatn. Talið er að mennirnir séu á um 600 metra dýpi og vonast er til að hægt verði að bora niður til þeirra svo hægt verði að bjarga þeim.


Tengdar fréttir

22 kín­verskir námu­menn fastir eftir sprengingu

Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×