Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1.
Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni.
Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu.
Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3.
HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub
— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021
#DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX
Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona.
Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan.
!
— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021
#DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt
Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015.