„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 15:32 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira