Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 16:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira