Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 23:41 Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Vísir Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. Þar kemur fram að Guðmundur hafi hitt æðaskurðlækni í fyrsta sinn eftir aðgerð sem staðfesti að það væri gott blóðflæði í öllum fingrum og allt liti vel út. Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Aðgerðin varð svo að veruleika á miðvikudag þegar hann undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum upp við axlir, en hún var söguleg í heimi læknavísindanna. Þá voru liðin 23 ár frá slysinu, nánast upp á dag, en slysið varð þann 12. janúar 1998. Hann lýsti yfir þakklæti til íslensku þjóðarinnar eftir aðgerðina og sagði hana aldrei hafa orðið að veruleika ef ekki væri fyrir stuðning Íslendinga. Í kveðju sem hann birti svo á Facebook um helgina sagði hann aðgerðina hafa gengið vel. „Eins og þið vitið þá er ég ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi. Þetta gekk allt saman rosalega vel,“ segir Guðmundur Felix í kveðjunni. Íslendingar erlendis Frakkland Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56 Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þar kemur fram að Guðmundur hafi hitt æðaskurðlækni í fyrsta sinn eftir aðgerð sem staðfesti að það væri gott blóðflæði í öllum fingrum og allt liti vel út. Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Aðgerðin varð svo að veruleika á miðvikudag þegar hann undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum upp við axlir, en hún var söguleg í heimi læknavísindanna. Þá voru liðin 23 ár frá slysinu, nánast upp á dag, en slysið varð þann 12. janúar 1998. Hann lýsti yfir þakklæti til íslensku þjóðarinnar eftir aðgerðina og sagði hana aldrei hafa orðið að veruleika ef ekki væri fyrir stuðning Íslendinga. Í kveðju sem hann birti svo á Facebook um helgina sagði hann aðgerðina hafa gengið vel. „Eins og þið vitið þá er ég ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi. Þetta gekk allt saman rosalega vel,“ segir Guðmundur Felix í kveðjunni.
Íslendingar erlendis Frakkland Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56 Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. 16. janúar 2021 14:56
Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. 15. janúar 2021 12:05