Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:08 Runólfur Þórhallsson er einn þeirra sem stóð að gerð skýrslunnar. Hann segir að farið verði í frekari rannsóknir og átak til að bæta stöðuna. Vísir/Arnar Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður. Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira