Breytingin var samþykkt í þingflokki Framsóknar í vikunni og tilkynnt var um hana við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævarsdóttur verður varaformaður í stað Willums og Silja Dögg Gunnarsdóttur heldur sæti sínu sem ritari þingflokksins.
Tilkynnt var á þingfundi í gær að Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur tekið sæti Þórunnar vegna fjarveru hennar á næstunni. Þá tekur hann einnig sæti Þórunnar í efnahags- og viðskiptanefnd.
Í upphafi árs greindi Þórunn frá því að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í haust þar sem hún er að takast á við krabbamein.
Þórunn greindist með brjóstakrabbamein árið 2019 og sigraðist á því. Í lok síðasta árs kom hins vegar í ljós að meinið hefur tekið sig upp að nýju.
Þórunn hefur setið á þingi síðan 2013 og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum.