Málverkið sem um ræðir er eftirmynd af málverki Leonardo da Vinci, Salvator Mundi, og er talið að nemandi da Vinci hafi málað það. Upprunalega mynd da Vinci er dýrasta málverk heimsins en það var selt fyrir 450,3 milljónir dala árið 2017 og hefur ekki sést síðan.
Sjá einnig: Svona fara 46 milljarðar á uppboði
Um miðja síðustu öld var málverkið selt í London fyrir um 45 pund. Þá var talið að það væri eftirlíking.
Samkvæmt frétt BBC hefur málverkið verið á safni í Napólí en starfsmenn safnsins vita ekki hvenær því var stolið eða hvernig. Málverkið var geymt í herbergi sem hafði ekki verið opnað í þrjá mánuði, eftir því sem þeir best vissu.
Síðast var staðfest að málverkið var á safninu fyrir ári síðan þegar það var flutt frá Róm til Napólí. Þá hafa engin ummerki innbrots fundist.