„Lýðræðið hefur sigrað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 17:46 Joe Biden flutti sína fyrstu ræðu eftir að taka við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna. EPA/ERIN SCHAFF „Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur. „Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“ Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira