Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2021 08:13 Bayern München fagna Meistaradeildartitlinum í ágúst síðastliðinn eftir sigur á PSG í Lissabon. Getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, en þar segir að sýningarréttinum sé deilt með NENT Group, sem starfræki Viaplay á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag sé þekkt víða um heim, meðal annars í Noregi þar sem Nent og TV2 deila sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu. „Auk þess að sýna leiki Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar er Stöð 2 Sport einnig með sýningarréttinn á Íslandi að enska bikarnum, enska deildabikarnum, ensku 1. deildinni, spænska og ítalska boltanum, NBA, NFL, spænska körfuboltanum og öllum sterkustu golfmótum heims. Þar að auki er Stöð 2 Sport með metnaðarfulla dagskrárgerð í íslenskum íþróttum – knattspyrnu, handknattleik og körfubolta. Það er Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að geta boðið áfram upp á úrvalsefni fyrir sína áskrifendur. Meira en 100 leikir Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Conference League verða sýndir árlega á Stöð 2 Sport og þeim gerð ítarleg skil í öruggum höndum færustu lýsenda og sérfræðinga landsins í vinsælustu íþrótt heims,“ segir í tilkynningunni. Í takt við þróun víða um heim Haft er eftir Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, forstöðumanni Stöðvar 2 Sport, að það sé ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungum, Conference League, þar sem íslensk félagslið geti mögulega verið þátttakendur. „Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum,“ segir Eiríkur Stefán. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, en þar segir að sýningarréttinum sé deilt með NENT Group, sem starfræki Viaplay á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag sé þekkt víða um heim, meðal annars í Noregi þar sem Nent og TV2 deila sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu. „Auk þess að sýna leiki Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar er Stöð 2 Sport einnig með sýningarréttinn á Íslandi að enska bikarnum, enska deildabikarnum, ensku 1. deildinni, spænska og ítalska boltanum, NBA, NFL, spænska körfuboltanum og öllum sterkustu golfmótum heims. Þar að auki er Stöð 2 Sport með metnaðarfulla dagskrárgerð í íslenskum íþróttum – knattspyrnu, handknattleik og körfubolta. Það er Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að geta boðið áfram upp á úrvalsefni fyrir sína áskrifendur. Meira en 100 leikir Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Conference League verða sýndir árlega á Stöð 2 Sport og þeim gerð ítarleg skil í öruggum höndum færustu lýsenda og sérfræðinga landsins í vinsælustu íþrótt heims,“ segir í tilkynningunni. Í takt við þróun víða um heim Haft er eftir Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, forstöðumanni Stöðvar 2 Sport, að það sé ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungum, Conference League, þar sem íslensk félagslið geti mögulega verið þátttakendur. „Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum,“ segir Eiríkur Stefán. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira