Brebels er 26 ára gamall og kemur til KA frá Lommel þar sem hann hefur verið frá sumrinu 2017, þar sem hann var liðsfélagi Kolbeins Þórðarsonar. Brebel hefur leikið með Lommel í næstefstu deild Belgíu síðustu ár og hann skoraði tvö mörk í 13 deildarleikjum fyrir áramót.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, þjálfaði einmitt lið Roeselare í belgísku B-deildinni um fjögurra mánaða skeið haustið 2019.
Brebels er væntanlegur til landsins á næstu dögum, samkvæmt tilkynningu knattspyrnudeildar KA.