„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 19:05 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk gegn Frökkum í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33