Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 08:54 Donald Trump, er hann yfirgaf Hvíta húsið eftir að kjörtímabili hans lauk. AP/Alex Brandon Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira
Trump var ákærðurð fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér þá leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaðna forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump var ákærður þann 13. janúar, þegar meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Hann er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólkið upp. Fimm manns dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, fór í gærkvöldi yfir það hvernig réttarhöldin færu fram. Þau munu tæknilega séð hefjast á mánudaginn þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendir ákærurnar til öldungadeildarinnar, en málflutningurinn fer ekki fram fyrr en þann 8. febrúar. Byggir þessi niðurstaða á samkomulagi við Repúblikana, sem vildu að Trump fengi meiri tíma til að undirbúa vörn sína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt fréttaveitunnar segir þó að þingmenn Repúblikanaflokksins vilji einnig að lengri tími líði á milli árásarinnar og réttarhaldanna svo áhrif hennar dvíni. The insurrection at the Capitol incited by Donald J. Trump was a day none of us will ever forget.There must be truth and accountability.The House Managers will come to the Senate to read the Article of Impeachment on Monday.Here s how the trial will proceed: pic.twitter.com/JjEfprzQly— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 22, 2021 Þetta er einnig í fyrsta sinn sem réttað verður yfir forseta vegna meintra embættisbrota, eftir að hann lætur af embætti. Repúblikanar hafa mótmælt réttarhöldunum á þeim grundvelli að þær séu tilgangslausar og fari jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Demókratar segja þó að Trump verði að bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið og sömuleiðis verði að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til embættis Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Í aðdraganda árásarinnar hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið. Hann hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump á baráttufundinum. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Hann gagnrýndi þingmenn harðlega fyrir að ætla að staðfesta niðurstöður kosninganna og hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira