Marel kaupir PMJ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 12:35 Marel hefur lokið kaupum á PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna í andaiðnaði. Vísir/Hanna Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. „Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira