Marel kaupir PMJ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 12:35 Marel hefur lokið kaupum á PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna í andaiðnaði. Vísir/Hanna Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. „Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
„Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira