Innlent

Aðgerðum lokið við Kleifarvatn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Kleifarvatni í dag. Mikill viðbúnaður var við vatnið.
Frá Kleifarvatni í dag. Mikill viðbúnaður var við vatnið. Vísir/vilhelm

Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn eftir að tilkynning barst um slys upp úr klukkan 12. Talið var að manneskja hefði farið í vatnið en síðar kom í ljós að ekki væri hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Uppfært klukkan 14:04:

Manneskjan í vatninu reyndist kafari og engin hætta var á ferðum. Hér fyrir neðan má nálgast viðtal við kafarann Mikael Dubik.

Björgunarsveitir frá Reykjanesbæ, Grindavík og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á staðinn skömmu eftir hádegi.

Leit hófst strax á vatninu en talið var að ein manneskja hefði farið ofan í vatnið. Tveir sjúkrabílar auk dælubíls voru sendir á vettvang frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk tveggja kafara. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×