Var á þriggja metra dýpi þegar hann heyrði drunurnar í bátunum og þyrlunni Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 13:58 Mikael Dubik kafar reglulega í Kleifarvatni. Vísir/Vilhelm Mikael Dubik var á um þriggja metra dýpi í Kleifarvatni í dag þegar hann heyrði einhverjar drunur og velti vöngum yfir því hvort einhver væri kominn með bát á vatnið. Hann hafði oft áður kafað í Kleifarvatni og var yfirleitt einn á ferð. Þá skapaði bátur tiltekna hættu fyrir hann. Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira