Guðmundur Magnússon látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 10:55 Guðmundur Magnússon heitinn var uppáhaldskennari margra nemenda við Hagaskóla í hátt í fjörutíu ár. Vísir/Vilhelm Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju. Andlát Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju.
Andlát Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira