Mikkel Hansen segist aldrei hafa orðið eins veikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 13:31 Mikkel Hansen hefur ekki verið alveg svona hress síðustu daga. epa/Mohamed Abd El Ghany Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen fékk heiftarlega magakveisu á HM í Egyptalandi og segist líklega aldrei hafa orðið eins veikur á ævinni. Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30
Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03
Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01
Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30
Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56
Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01