Mótmæli bænda urðu að óeirðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 16:20 Þúsundir bænda mótmæltu á götum Nýju Delí. Margir óku um á traktorum og einhverjir voru jafnvel á hestum. AP/Altaf Qadri Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag. Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí. Indland Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí.
Indland Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira