Gráíkornaplága í Bretlandi: Stjórnvöld vilja gefa þeim „pilluna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 21:44 Gráíkorninn hefur meðal annars verið sakaður um að hamla aðgerðum breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Unsplash/Daniel Olaleye Bresk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir hugmyndir um að beita getnaðarvörnum til að hefta vöxt gráíkornastofnsins í landinu. Umhverfisráðherrann segir íkornategundina og aðrar aðfluttar tegundir árlega valda 1,8 milljarð punda tjóni á skóglendinu. Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira