Verstu janúarútsölur frá árinu 2002 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 16:02 Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Vísir/vilhelm Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002. Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl. Verslun Verðlag Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl.
Verslun Verðlag Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira