Körfubolti

Ívar: Körfu­bolti er auð­veld í­þrótt þegar þú hittir vel

Andri Már Eggertsson skrifar
Ívar á hliðarlínunni í kvöld.
Ívar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm

Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78.

„Mér fannst við vera að spila vel mest allan leikinn, það sem fór með leikinn var lélegur kafli í lok annars leikhluta þar hættum við að gera vel og sóttum lítið á körfuna ásamt því að við hreyfðum okkur lítið og hættum að sækja inn í teig líkt og við höfðum gert svo vel,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika, um hvað varð til þess að liðið tapaði.

Valur áttu frábæran kafla í fjórða leikhluta þar sem þær tóku 13-0 áhlaup sem slökkti á Blika liðinu og var til þess að Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi að lokum.

Ívar fannst andstæðingurinn hitta vel í lokinn þar sem hans lið lokaði svæðum nálægt körfunni vel en þá komu skot fyrir utan.

Ívar var ánægður með sitt lið í kvöld, það var margt í þeirra leik sem hann tekur jákvætt út úr leiknum og er liðið að bæta sig á milli leikja sem er vel að mati Ívars og kemur landsleikja pása á góðum tíma fyrir Ívar og stelpurnar hans þar sem hann sagðist ætla nýta hana vel í að fín pússa ákveðna hluti.

„Körfubolti er mjög auðveld íþrótt þegar þú hittir vel, við verðum að geta haldið áfram að sækja á körfuna og vera með sjálfstraust þó öll skotin fara ekki niður. Heilt yfir er ég ánægður með leikinn en það vantaði bara að hitta betur undir lok leiks,” sagði Ívar og bætti við að með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×