Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Ashley Graham er ein þekktasta fyrirsæta heims. Vísir/getty/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s. Hollywood Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.
Hollywood Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira