„Þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 13:30 Kolbeinn Sigþórsson í umspilsleiknum gegn Rúmeníu síðasta haust þar sem Ísland vann 2-1 sigur og komst í úrslitaleik um sæti á EM. VÍSIR/VILHELM Kolbeinn Sigþórsson er staðráðinn í að bæta við fleiri mörkum fyrir íslenska landsliðið og ætlar ekki að láta skoðanir fólks, þar á meðal stjórnarmanns KSÍ, trufla sig í að bæta markamet liðsins. Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01
Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“