Lárus: Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 22:40 Þjálfari Þórs Þ., Lárus Jónsson, hrósaði Styrmi Snæ Þrastarsyni fyrir vörnina sem hann spilaði á Ty Sabin, stigahæsta leikmann Domino's deildarinnar. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ., var að vonum kampakátur með frammistöðuna og sigurinn á KR í kvöld. „Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
„Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti