Enski boltinn

Fór heim í fússi eftir að Mourinho tók hann af velli í hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serge Aurier lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Liverpool.
Serge Aurier lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Liverpool. getty/Catherine Ivill

Serge Aurier fór heim í fússi eftir að José Mourinho tók hann af velli í hálfleik í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Roberto Firmino kom Liverpool í 0-1 með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Tottenham.

Mikið gekk á í búningsklefa Tottenham í hálfleiknum þegar mistökin í markinu voru rædd. Á endanum ákvað Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Spurs, að taka Aurier af velli.

Fílbeinsstrendingurinn var langt frá því að vera sáttur með þá ákvörðun og í stað þess að horfa á seinni hálfleikinn á hliðarlínunni fór hann heim til sín.

Harry Kane fór einnig af velli í hálfleik eftir að hafa meiðst á báðum ökklum að sögn Mourinhos. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann verður frá vegna meiðslanna.

Tottneham er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, fjórum stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir

„Við áttum þetta skilið“

Trent Alexander-Arnold skoraði og lagði upp er Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik á árinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Tottenham Hotspur. Hann segir Liverpool hafa átt 3-1 sigurinn skilið.

Loks vann Liverpool leik

Liverpool vann Tottenham Hotspur 3-1 á útivelli í kvöld er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur Liverpool síðan liðið vann Crystal Palace 7-0 á útivelli þann 19. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×