Er sjálfboðaliðinn að deyja út? Margrét Valdimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar